is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23402

Titill: 
  • Vandamál kvenna með erlent ríkisfang á meðgöngu og í fæðingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2014 voru 4291 fæðingar á Íslandi, þar af voru 507 fæðingar þar sem mæður höfðu erlent ríkisfang. Hefur þessum fæðingum fjölgað jafnt og þétt hérlendis í samhengi við fjölgun innflytjenda. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka þær greiningar sem konur með erlent ríkisfang hlutu á meðgöngu og í fæðingu árið 2014. Flestar kvennanna höfðu ríkisfang í Evrópu, þó utan Norðurlandanna. Næst fjölmennasti hópurinn var frá Asíu og og því næst konur frá Norðurlöndunum. Hinar heimsálfurnar saman stóðu af tuttugu konum eða færri frá hverri heimsálfu.
    Skoðaðar voru ákveðnar ICD greiningar hjá konum með erlent ríkisfang sem áttu barn á Íslandi árið 2014. Einnig var athugað hvort börn þeirra fæddust fyrirburar eða léttburar og þá hvort þau þurftu á þjónustu Vökudeildar að halda eða áttu við öndunarerfiðleika að stríða.
    Algengustu greiningarnar voru spangarrifur og keisaraskurðir, sem eru jafnframt algengustu greiningarnar fyrir allar konur sem eignast börn á Íslandi. Ekkert barn átti við öndunarerfiðleika að stríða, en það fæddust fyrirburar og léttburar og sum börn þurftu aukið eftirlit á Vökudeild. Niðurstöður rannsóknar voru settar fram með lýsandi tölfræði.

Samþykkt: 
  • 21.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vandamál kvenna með erlent ríkisfang á meðgöngu og í fæðingu.pdf1.08 MBLokaður til...31.12.2135HeildartextiPDF