Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23403
Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram reynslu fólks sem dvaldi sem börn á fjölskylduheimilum Reykjavíkurborgar á árunum 1965-1991. Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar gefi innsýn í fósturráðstafanir og verði innlegg í þróun á vistunarmálum barna og unglinga. Þær ættu einnig að nýtast fósturforeldrum, félagsráðgjöfum og öðrum sem hafa með málefni fósturbarna að gera. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga sem deildu reynslu sinni af því að hafa alist upp í lengri eða skemmri tíma á fjölskylduheimili. Bakgrunnur viðmælenda og reynsla þeirra af dvöl á fjölskylduheimili var um margt ólík en þegar á heildina er litið eru helstu niðurstöður þær að þátttakendur höfðu jákvæða upplifun af dvölinni. Almennt sögðust þeir hafa búið við öryggi, stöðugleika og gott atlæti á heimilunum og þeir töldu að erfitt hefði verið að leysa vanda fjölskyldu þeirra með öðrum hætti sé tekið mið af tíðarandanum. Flestir höfðu þeir tengst fósturforeldrum sínum sterkum böndum en misjafnt var hvort þeir staðsettu sig innan fósturfjölskyldunnar eða upprunafjölskyldu sinnar. Frásagnir sumra bentu hins vegar til að þeir væru óvissir um hvar rætur þeirra lægju. Reynsla þeirra af flakki milli heimila og stofnana áður en þeir komu á fjölskylduheimilið hafði haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir marga þeirra. Þá benda niðurstöðurnar ótvírætt til þess að þátttaka viðmælenda í eigin málum hafi engin verið og tilfinningalegur stuðningur ekki heldur umfram það sem fósturforeldrar veittu þeim. Varhugavert er að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar en þær gefa samt sem áður ákveðnar vísbendingar og þeim svipar einnig til niðurstaðna annarra sambærilegra rannsókna á reynslu og líðan barna í fóstri.
Efnisorð: Fóstur, fósturbörn, félagsráðgjöf, fjölskylduheimili, tengsl, stöðugleiki, þátttaka.
The purpose of this study is to extract the experience of people who spent their childhood at the family homes of the City of Reykjavík in the period 1965–1991. It is expected that the results of the study provide an insight into actions taken in foster care and become and aid in the further development of foster care of children and teenagers. They should also be valuable to foster parents, social workers and others who deal with matters in relation to foster children. The thesis is based on the results of a qualitative study. Eight individuals were interviewed about their experience of having lived, for a longer or a shorter period, in a family home. Their background and experiences were quite varied but the main general results are that the informants view their stay in a positive light. In general they said that they experienced safety, stability and good care in the homes, and they believed that their situation could not have been resolved in any other way, given the atmosphere of the time. Most of them formed strong bonds with their foster parents, but it varied whether they placed themselves in their foster family or their biological family, and the accounts given by some of them indicate an uncertainty about where their roots lie. Their experience of moving from one home and institution to the other before coming to the family home had had serious consequences for many of them. The results also suggest that the informants did not have any say in their own matters and no emotional support was available to them, apart from the support they received from their foster parents. Care should be taken not to generalize the results of this study but they nonetheless provide certain clues at the same time as they resemble the results of prior studies of the experiences and well-being of foster children.
Key words: Foster care, social work, family homes, bonds, stability, participation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð Brynhildur lokaeintak II.pdf | 603.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |