is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23404

Titill: 
 • „Að halda glugganum opnum.“ Reynsla starfsmanna félagsþjónustu af samstarfi við lögreglu um heimilisofbeldi á Suðurnesjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lögreglan og félagsþjónusta sveitarfélaga á Suðurnesjum hófu samstarf í febrúar 2013 um tilraunaverkefni til eins árs um verklag í heimilisofbeldismálum. Verkefnið fékk nafnið „Að halda glugganum opnum“. Þótti verkefnið skila það góðum árangri að í febrúar 2014 var ákveðið að innleiða það sem almennt verklag aðilanna í slíkum málum.
  Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á reynslu og upplifun félagsráðgjafa/ráðgjafa hjá Velferðasviði Reykjanesbæjar af samstarfinu við lögregluna. Einnig að varpa ljósi á þekkingu þeirra á heimilisofbeldi og afleiðingum þess. Rannsóknarspurningarnar voru fjórar: Hver er upplifun starfsmanna félagsþjónustu af samstarfinu? Hvernig er unnið með málin hjá félagsþjónustu í kjölfar útkalls og hvaða úrræði hefur félagsþjónustan upp á að bjóða fyrir þolendur/gerendur í heimilisofbeldismálum? Hvernig er handleiðslu starfsmannanna félagsþjónustu háttað? Hvernig eru starfsmenn félagsþjónustu undirbúnir undir vinnu með þolendum jafnt sem gerendum í heimilisofbeldismálum? Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin hálfstöðluð viðtöl við sjö félagsráðgjafa/ráðgjafa sem fylgt höfðu lögreglu í útköll varðandi heimilisofbeldi.
  Helstu niðurstöður voru að upplifun viðmælenda af samstarfinu er í flestum tilfellum góð, samvinnan hafi gengið vel, tengsl milli stofnanna aukist og skilaboðin út í samfélagið séu skýr. Verkferli og skráning mála hafi batnað og málsaðilum fylgt betur eftir en erfiðara hafi reynst að ná til gerenda en þolenda. Niðurstöður benda til að fjölga þurfi úrræðum frá hendi félagsþjónustunnar og í bæjarfélaginu. Mikið sé um jafningjahandleiðslu og handleiðslu frá fagaðila sé ábótavant. Viðmælendur höfðu misjafnar skoðanir á hversu vel þeir væru undirbúnir undir vinnu í þessum málaflokki. Flestir sem lokið höfðu BA námi eða MA námi í félagsráðgjöf töldu að námið sem þeir hefðu lokið veitti ekki nægjanlegan undirbúning til að takast á við heimilisofbeldi og afleiðingar þess.
  Lykilorð: félagsráðgjöf, heimilisofbeldi, þverfaglegt samstarf

Samþykkt: 
 • 21.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23404


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Rósa Atladóttir_lokaeintak MA_Skemman.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna