is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23405

Titill: 
 • „Enginn getur gripið barnið annar en ég.“ Upplifun foreldra af því að eiga barn greint með Tourette Syndrome
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka upplifun foreldra af því að eiga barn greint með TS. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun foreldra af greiningarferlinu og því sem tekur við eftir að niðurstaða greiningar liggur fyrir. Einnig var leitast við að dýpka skilning á því hvernig foreldrar takast á við það álag sem fylgir því að eiga barn með TS. Tekin voru viðtöl við sex viðmælendur, allir voru mæður barna með TS. Þrjár þeirra áttu drengi með TS og hinar þrjár áttu stúlkur, börn þeirra voru öll á svipuðum aldri og fengu greiningu á TS fyrir fáum árum.
  Helstu niðurstöður eru að það þarf verulega að bæta stuðning við foreldra barna með TS. Viðmælendurnir virtust hafa fengið lítinn sem engan stuðning í greiningarferlinu og það sama má segja um upplýsingar um röskunina eða hvert væri hægt að leita eftir stuðningi og aðstoð. Þekkingarleysi um röskunina er vandamál í samfélaginu sem nauðsynlegt er að bæta. Upplifun foreldranna á að eiga barn með TS virtist vera svipuð á milli viðmælenda. Einn viðmælandi skar sig þó úr því að hann var sjálfur greindur með TS og vissi af möguleikanum á arfgengi frá því barn hans fæddist. Ef foreldrar barna með TS hljóta meiri stuðning batnar staða þeirra og þeir geta stutt börnin sín betur. Það er því ávinningur allra að veita foreldrunum stuðning og góðar upplýsingar á meðan á greiningarferli stendur og eftir að greining liggur fyrir. Alls komu sex þemu í ljós í rannsókninni sem verða hér kölluð léttir, þekkingarleysi, venjur, óeigingirni, óvissa og úrræðasemi.
  Lykilorð: Tourette, upplifun foreldra, stuðningur fagaðila.

 • The purpose of the study is to research parents' experience of having a child diagnosed with TS. The goal of the study is to point out parents' experience of the diagnosis process and the period after getting a diagnosis. The aim of the study was also to get a deeper understanding of how parents deal with the burden of having a child with TS. Six people were interviewed, all of them mothers of children with TS. Three of them had boys with TS and the other three had girls, their children were all of a similar age and were diagnosed with TS a few years ago.
  The main results are that support for parents of children with TS needs to be drastically improved. The study's participants seemed to have had little to no support in the diagnosis process and the same can be said about the information about the syndrome or where they could go for support and help.
  Ignorance about the syndrome is a societal problem and needs to be addressed. The participants seemed to have a very similar experience of having a child with TS. One participant had a different experience from the other five since she had herself been diagnosed with TS and was aware of the possibility of heredity since her child was born. By supporting parents of children with TS one improves their ability to support their children. Therefore it's to everyone's advantage to give parents a lot of support and information during the diagnosis process and after diagnosis is complete. A total of six themes were revealed in the study which we will call relief, ignorance, customs, selflessness, uncertainty and resourcefulness.
  Keywords: Tourette, parents experience, professional support

Samþykkt: 
 • 21.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Enginn getur gripið barnið annar en ég.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna