is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23407

Titill: 
  • Birgðir og birgðamat
  • Titill er á ensku Inventories and Inventory valuation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lögum um ársreikninga og í reikningsskilastöðlum eru almennt leyfðar nokkrar aðferðir við verðmat á birgðum. Í ritgerðinni verða skoðaðir þeir staðlar sem gilda um mat á birgðum svo og helstu aðferðir við mat á þeim. Þrjú innlend og þrjú erlend fyrirtæki eru skoðuð sem sum starfa á smásölumarkaði en önnur við framleiðslu og þar af starfar eitt innlendu og eitt erlendu fyrirtækjanna á svipuðum eða á sambærilegum markaði. Birgðamatsaðferðir fyrirtækjanna voru athugaðar og settar eru fram hugmyndir hvers vegna þær birgðamatsaðferðir sem fyrirtækin nota urðu fyrir valinu hjá þeim. Ennfremur var hlutfall birgða af heildareignum fyrirtækjanna kannað og stutt samantekt gerð á niðurstöðum þeirra athugana.
    Birgðir eru oft stærsti eignaliður smærri fyrirtækja og er gott birgðabókhald og birgðamat því afar mikilvægt til að hafa gott yfirlit yfir rekstur þeirra. Val á birgðamatsaðferð skiptir miklu máli og getur það val hækkað eða lækkað hagnað í rekstrarreikningi og breytt fjárhæð heildareigna í efnahagsreikningi umtalsvert. Því er góð kunnátta í birgðamati nauðsynleg flestum fyrirtækjum og vandað val á birgðamatsaðferð afar brýn.

Samþykkt: 
  • 23.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgðir og birgðamat.pdf503.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna