is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23409

Titill: 
  • CFC-reglan og vörslusjóðir. Alþjóðleg skattasniðganga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flest ríki heimsins eiga við það vandamál að stríða að fá ekki fullar skattgreiðslur samkvæmt því sem lög ríkjanna kveða á um. Ísland er þar engin undantekning. Helsta leiðin til berjast gegn þessu vandamáli er setning ýmissa lagareglna sem takmarka möguleika aðila á því að komast hjá lögmætum skattgreiðslum sínum í ríkiskassann. Með breytingarlögum nr. 46/2009 var 57. gr. a bætt inn í lög um tekjuskatt nr. 90/2003 (hér eftir tsl). Reglan, sem er þungamiðja umfjöllunarinnar, er sett í þeim tilgangi að takmarka vissa gerð alþjóðlegrar skattasniðgöngu. Þessi regla heimilar skattayfirvöldum að skattleggja aðila vegna vissra tegunda félaga sem eru heimilisföst í ríkjum með mjög lágan skatt.
    Reglan er nýleg og því ekki um auðugan garð að gresja í framkvæmd og fræðiskrifum um ákvæðið. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar verður tvískipt. Í fyrsta lagi verður fjallað um 57. gr. a tsl. Það verður gert með því að skoða slíkar reglur almennt í öðrum ríkjum og ýmsa þætti sem geta haft áhrif á regluna. Þar næst verður orðalag 57. gr. a tsl. greint ítarlega með það að augnmiði að útskýra hin ýmsu hugtök og skilyrði sem ákvæðið setur fyrir beitingu á sér.
    Síðari hluti ritgerðarinnar verður helgaður rannsókn á því hvort ákveðin gerð lögaðila, vörslusjóðir (e. trusts), geti fallið undir gildissvið ákvæðisins vegna skilyrða sem ákvæðið setur fyrir beitingu þess. Vörslusjóðir hafa sérstaka uppbygginu eignarhalds sem getur leitt til vandamáls varðandi það hvort þeir geti fallið undir gildissvið 57. gr. a tsl. Því verður stjórnunarlegri uppbyggingu vörslusjóða gerð ítarleg skil til að byrja með. Eftir það verður beitt lögskýringu til að meta hvort hægt sé að túlka 57. gr. a tsl. á þann hátt að vörslusjóðir geti verið undirorpnir gildissviði ákvæðisins.

Samþykkt: 
  • 28.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CFC-reglan og vörslusjóðir.pdf925.15 kBLokaður til...01.01.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Arnar Þór.pdf397.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF