Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23415
Ritgerðin hvað mótar góða endurskoðunarvenju fjallar um þá áhrifaþætti sem vega mest í því að móta góða endurskoðunarvenju. Farið verður yfir helstu atriði sem hafa áhrif eins og landslög, Félag löggiltra endurskoðenda, alþjóðlega reikningsskilastaðla, endurskoðunarstaðla og siðareglur endurskoðenda. Gerð er grein fyrir fyrrnefndum þáttum og farið yfir þau atriði sem hafa breyst eða haft áhrif á þá. Má þar helst nefna bankahrunið sem varð á Íslandi 2008. Það hafði talsverð áhrif á greinina og hefur verklag og lagaumhverfi breyst til muna seinustu ár. Markmið verkefnisins er að upplýsa lesanda um hvað endurskoðendur eru, lagaumhverfi sem þeir vinna eftir og hvaða aðilar hafa mótandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra í verkum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Endurskoðunarvenjaloka.pdf | 454.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |