is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23419

Titill: 
 • Titill er á ensku Untapped Resources or Deficient ‘Foreigners’ : Students of Vietnamese Background in Icelandic Upper Secondary Schools
Námsstig: 
 • Doktors
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  As Iceland’s population becomes more diverse, so does the student body in upper secondary schools. A number of studies during the past decade reported a high drop-out rate among immigrant students. The basic reasons students cited were low proficiency in the Icelandic language, low self-esteem, lack of motivation, and social isolation. Based on these findings, I ask how these phenomena can be explained by the theory and practice of multicultural education.
  The study applies the critical perspective to scrutinize the discourse of policy documents, their recontextualization in the schools and the students of Vietnamese background’s experiences. The philosophy of multicultural education is one of inclusion, insistence upon valuing diversity and equal opportunity regardless of gender, religion, and belief, ethnicity, race, socioeconomic status, disability or any other status (Banks, 2007b). In order to bring about equity in education that facilitates academic success for students of foreign background, multicultural education insists on the need of schools to be reformed and new pedagogy adopted (Gaine 2005; Banks 2004; Gay, 2000; Nieto, 2000).
  Grounded in multicultural education theories, this study’s purpose is to understand the implications of the concept of equality and how well the Icelandic educational system has established itself to make it equitable for young people of ethnic minority background.
  The methodology of the study draws upon critical ethnography, which was employed as an analytical tool to scrutinize the policy documents and analyze the interviews with administrators, teachers and students.
  The results reveal three basic conclusions. First, while acknowled-ging to some extent that Iceland is a multicultural society, the acts, regulations and curriculum that form the basis for teaching and inte-grating students of immigrant background, focus more on their deficit in Icelandic and assumed cultural deficiency instead of their own knowledge and culture that can enhance and facilitate their learning. Second, due to the lack of resources and knowledge about pedagogical practices informed by multicultural education philosophy, the administrators and teachers in the study resorted to doing the best they could. Third, immigrant students’ experiences in the schools they attended were the direct results of the policy and the school discourses. Despite their warm feeling towards their teachers and their belief that their teachers were trying to do their best, the students were perceived by many teachers to be deficient due to their lack of Icelandic language proficiency, and were socially isolated from their Icelandic-heritage peers.
  The study proposes at the policy level that the discourse and language of policy documents be explicit about the concept of multi-culturalism and diversity, which is now the reality of Iceland’s population. Inclusive pedagogy is a prerequisite for the teaching and learning for a diverse student population. Clear and specific goals need to be set and met by allocation of funding and by capacity building through training and supporting administrators and teachers. Policy changes are only effectively understood and implemented through communication, dissemination and monitoring that ensure effectiveness.
  At the school level there is the need for the shifting of perceptions. Immigrant students are not deficient but embody rich academic, social and cultural resources that contribute to their learning. It is important that all members of the institution are educated and empowered to be active in helping shift policies and practices, and in taking ownership of these changes. It is equally important that school development leadership and change of management.

 • Um leið og lýðfræðilegar rætur Íslendinga verða fjölbreyttari breytist samsetning nemendahópsins í framhaldsskólum landsins. Ýmsar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðasta áratug, hafa sýnt að brottfall innflytjenda úr íslenskum framhaldsskólunum er hátt. Nemendurnir segja sjálfir að helstu ástæður brotthvarfs úr skólum séu ófullkomin tök á íslensku máli, veik sjálfsmynd, lítil hvatning og félagsleg einangrun. Í ljósi þessara rannsókna varpa ég hér fram þeirri spurningu hvernig skýra megi ástæður þessa enn frekar með aðstoð fjölmenningar¬menntunarfræðinnar.
  Rannsóknin nýtir gagnrýna sjónarhornið (critical perspective) við að rýna stefnumarkandi skjöl, setja þau í nýtt samhengi skólastarfs og reynslu víetnamskra nemenda. Fjölmenningarmenntunarfræðin gengur út frá að allir séu teknir með, að gerð sé krafa um að fjölbreytileiki sé metinn að verðleikum og að allir njóti jafnra tækifæra án tillits til kyns, trúar, lífsskoðana, þjóðernis, kynþáttar, félagslegrar stöðu, fötlunar og fleiri þátta (Banks, 2007b). Með það að markmiði að greiða fyrir námsárangri nemenda af erlendum uppruna leggur fjölmenningar¬menntunarfræðin áherslu á umbætur á skólastarfi og að tekin sé upp ný kennslufræði (Banks 2004; Gaine 2005; Gay, 2000; Nieto, 2000).
  Tilgangur þessarar rannsóknar, sem byggir einmitt á kenningum fjölmenningarmenntunarfræðinnar, er að leita skilnings á hugtakinu jafnrétti og athuga hversu vel íslenska skólakerfinu hefur tekist að tryggja jafnan rétt ungs fólks úr þjóðernisminnihlutahópum.
  Aðferðafræði rannsóknarinnar og rannsóknaráætlunin sjálf eru byggð á gagnrýninni þátttökuathugun, sem beitt er til að varpa ljósi á stefnumarkandi skjöl og greina viðtöl við stjórnendur, kennara og nemendur.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þrjár. Í fyrsta lagi eru færð rök fyrir því að þótt lög, reglugerðir og námskrá, sem mynda grunn fyrir kennslu og aðlögun nemenda úr hópi innflytjenda, geri að nokkru leyti ráð fyrir að Ísland sé orðið fjölmenningarsamfélag, þá einblíni þau í of ríkum mæli á vankunnáttu þeirra í íslensku máli og vanþekkingu á íslenskri menningu í staðinn fyrir að viðurkenna þeirra eigin þekkingu og menningu og hvernig þessir þættir geta eflt þau og orðið þeim til framdráttar við námið. Í öðru lagi er sýnt fram á að þar sem auðlindir eru af skornum skammti og þekking á kennslufræðilegum æfingum mótuðum af heimspeki fjölmenningar-mentunarfræðinnar lítil, hafi kennarar gert sitt besta með því að prófa sig áfram og læra af reynslunni. Í þriðja lagi er lýst hvernig reynsla nemenda innan úr skólunum er mótuð með beinum hætti af þeirri stefnu og skólamála¬umræðu sem ríkti á þeirra skólatíma; þrátt fyrir að þeir beri hlýjar tilfinningar til kennara sinna fyrir að gera sitt besta finna nemendur fyrir veikleikum sínum vegna lítillar tungumálakunnáttu og félagslegrar einangrunar frá innfæddum samnemendum sínum.
  Rannsóknin leggur til að í skjölum sem snerta mótun stefnu stjórnvalda, umræður og orðfæri þeim tengd, sé hugtakið fjölmenning notað með skýrum hætti, enda er fjölmenning orðin veruleiki sem íbúar landsins búa við. Kennslufræði þurfi að ná til allra hópa í marg-breytilegu samfélagi. Skýr og nákvæm markmið þurfi að setja og uppfylla með skiptingu fjármagns og eflingu á getu starfsfólks með þjálfun og stuðningi við stjórnendur og kennara. Breytingar á stefnu og framkvæmd þeirra séu vel kynntar með beinum boðskiptum, dreifingu upplýsinga og vöktun, sem tryggi árangur af þeim.
  Á vettangi skólans er þörf á breyttum skilningi. Nemendur úr hópi innflytjenda eru ekki undirmálsfólk heldur ráða þeir yfir ríkulegum auði, menntunarlegum, félagslegum og menningarlegum, sem getur orðið þeirra framlag í náminu. Mikilvægt er að allir sem eiga aðild að starfi stofnananna séu menntaðir og valdefldir til að aðstoða við að breyta stefnunni og framkvæmd hennar, og til að eigna sér hlut í breytingunum. Ekki er síður mikilvægt að í þróun skólanna felist framtðíðarsýn og gildismat, og hún byggist jafnframt á skilningi á forystu og breytingastjórnun.

Styrktaraðili: 
 • Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands
  Delta Kappa Gamma Society International Scholarship
  Soroptimist International of Europe
  Hagþenkir Travel and Educational Funds
Samþykkt: 
 • 4.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anh-Dao Tran, Ph.D. dissertation Aug 2015.pdf2.62 MBOpinnPDFSkoða/Opna