Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23422
Flest ríki heimsins eru bundin af ýmsum alþjóðasáttmálum sem hjálpa þeim að skilgreina hverjir geti talist flóttamenn og hvernig koma eigi fram við þá. Hins vegar er mikilvægt að átta sig á því að þó ríki séu aðilar að alþjóðasamningum eru afleiðingar þess að fylgja þeim ekki oft litlar eða engar. Ástæðan er einfaldlega hið stjórnlausa alþjóðakerfi þar sem hvert ríki fyrir sig nýtur fullveldis, þannig að engin alþjóðayfirvöld geta skipað þeim fyrir verkum. Í ritgerðinni eru stefnur Ástralíu og Þýskalands í málefnum flóttamanna, en þær eru mjög ólíkar, skoðaðar með hliðsjón að kenningum. Með því að notast við kenningar heimsborgarahyggjunnar og félagslegrar mótunarhyggju er betur hægt að átta sig á helstu ástæðum þess að stefnur ríkjanna eru eins ólíkar og raun ber vitni. Helstu niðurstöður eru þær að hinar ólíku stefnur ríkjanna sé hægt að skýra með því að líta á hegðun ríkjanna í málaflokknum með hugmyndum heimsborgarahyggjunnar um alþjóðlegt samfélag manna til hliðsjónar. Hugmyndir félagslegrar mótunarhyggju um sjálfsmynd ríkja er einnig gagnlegt tæki en samkvæmt henni geta þættir líkt og landfræðileg lega, saga ríkis og menning mótað afstöðu ríkis til ákveðinna málaflokka. Í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa forherst í þeirri afstöðu sinni að gera flóttamönnum afar erfitt að fá hæli á meðan þýsk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að koma þeim til hjálpar, af því gefnu að þeir komi ekki frá „öruggum“ ríkjum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð yfirfarin_des_sbóblbpdf.pdf | 464.12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |