is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23425

Titill: 
  • Því að lögin refsa, en eigi hann. Um lagahugtakið og inntak lagaákvæða með hliðsjón af mörkum löggjafarvalds og dómsvalds
  • Titill er á ensku For the law punishes and he does not. On the concept of law and the content of legal provision with consideration to the separation of the legislative and judicial powers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • „[Þ]ví að lögin refsa, en eigi hann“ segir í Jónsbók og er þar átt við dómarann. Skilja má tilvitnuð orð sem svo að það sé hlutverk löggjafans að ákveða hvað skuli vera refsivert en einungis hlutverk dómaranna að heimfæra málsatvik undir lagaákvæðin. Raunar er hlutverk dómstólanna sjaldnast svo vélrænt, því orð eru margræð og þarfnast oftar en ekki nánari skýringar. Lagaákvæði eru enda sjaldan svo afdráttarlaus að þau þarfnist ekki nánari athugunar eða skýri sig sjálf. Í ritgerðinni eru mörk löggjafarvalds og dómsvalds skoðuð með áherslu á inntak lagareglna og aðkomu löggjafans. Rannsóknarefni ritgerðarinnar er því hvort löggjafinn feli í einhverjum tilvikum dómstólum löggjafarvald og í því sambandi hvort það sé heimilt og með hvaða takmörkum.
    Umfjölluninni er skipt upp í sjö kaflabrot að undanskildum inngangi og lokaorðum. Til að marka lagaumhverfið hefst umfjöllunin á þróun kenningarinnar um þrígreiningu ríkisvaldsins í Evrópu og á Íslandi enda liggur 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, umfjölluninni allri til grundvallar. Í þriðja kafla er leitast við að afmarka helstu snertifleti löggjafarvalds og dómsvalds með hliðsjón af þeim verkfærum sem hvorri stofnun fyrir sig eru fengin til þess að takast á við hlutverk sín. Í fjórða kafla er sjónum beint að lagahugtakinu og þá sérstaklega spurningunni um það hvort dómstólar finni lög eða setji þau. Í fimmta kafla verður aðkoma dómstóla að mótun réttarins skoðuð nánar en hún birtist fyrst og fremst í niðurstöðum dómstólanna, þ.e. fordæmum þeirra. Þá verður einnig vikið að óskýrleika laga enda er framsetning lagaákvæða lykillinn að aðkomu dómstóla. Í beinu framhaldi af umfjöllun um óskýr lagaákvæði er framsal lagasetningarvalds skoðað.
    Í sjöunda kafla ritgerðarinnar er vikið að íslenskri framkvæmd þar sem dómstólum hefur verið fengið að afmarka inntak lagaákvæða og lögskýringargögn reifuð samhliða. Að lokum eru helstu ályktanir og niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 4.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgerður Snævarr.pdf1.35 MBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf399.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF