is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23433

Titill: 
  • Af ytri merkjum verður að ráða um hið innra. Sönnun ásetnings og áhrif ásetningsstiga á ákvörðun refsingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðar þessarar eru atriði sem tengjast sönnun tiltekinnar huglægrar afstöðu geranda refsiverðs verknaðar. Þungamiðja ritgerðarinnar snýr að þeirri huglægu afstöðu brotamanns sem nefnist ásetningur og hvaða vegir eru færir til sönnunar hans. Af því leiðir að styrkleikastigum ásetnings verða gerð skil og sérgreindar ásetningskröfur teknar til skoðunar, einkum auðgunarásetningur. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar verður haft í beinu rökrænu samhengi við íslenska dómaframkvæmd þannig að borin verða saman fræði og framkvæmd. Þá er markmiðið með ritgerðinni einnig að sýna fram á, hvort ákvörðun dómstóla um tegund og lengd refsinga, beri þess merki að tiltekið stig ásetnings hafi þótt sannað. Þykir í því tilliti rétt að taka til ítarlegrar skoðunar dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands á sviði refsimála. Við umfjöllunarefni sem þetta er ljóst að mengið er víðfeðmt og af nógu að taka, allt frá einföldum brotum á almennum hegningarlögum til sérstakra og flókinna brota á sérrefsilögum. Eðlilega gefst ekki ráðrúm að taka til skoðunar alla refsidóma sem fallið hafa og mun rannsókn höfundar á íslenskri dómaframkvæmd ráða því hvaða dómar hljóta umfjöllun í meginmáli ritgerðarinnar. Til sérstakrar skoðunar verða brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í samandregnu máli skiptist ritgerðin í þrjá þætti, þ.e. í fyrsta lagi almenn atriði sem snúa að sönnun í sakamálum og yfirlit gefið yfir helstu meginreglur í þeim efnum, í öðru lagi refsifræðilegan þátt sakamáls um huglæga afstöðu og í þriðja lagi sérstök rannsókn á niðurstöðum dómstóla. Viðfangsefni ritgerðarinnar snertir þ.a.l. tvö nátengd svið lögfræðinnar, refsirétt og sakamálaréttarfar. Teknar verða saman niðurstöður um viðfangsefnið jafn óðum og tilefni gefst til. Þá verður jafnframt, að lokinni heildarumfjöllun, leitast við að gefa almennar niðurstöður um viðfangsefnið. Markmiðið er að ritgerðin hafi hagnýtt gildi og geti þannig nýst þeim sem sýsla með mál af þessu tagi hvort sem er í starfi eða leik.

Samþykkt: 
  • 5.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÁrniBergur.pdf412.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF