is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23436

Titill: 
  • Frá vorinu í Prag til nýrra tíma: Atlantshafsbandalagið og mótvægið í austri
  • Titill er á ensku From the Prague Spring to modern times: NATO and its opposition in Eastern Europe.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari umfjöllun er Atlantshafsbandalagið og aðgerðir þess í austurhluta Evrópu til skoðunar, á tveimur mismunandi tímaskeiðum. Annars vegar er athyglinni beint að tímum Kalda stríðsins, þar sem Varsjárbandalagið var helsta mótvægi þess í austri. Innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu árið 1968, með Sovétríkin fremst í flokki, er til ítarlegrar greiningar og sjónum beint að orsökum og afleiðingum innrásarinnar auk viðbragða úr vestri. Því næst er fjallað um atburði sem standa okkur nær í sögulegu samhengi eftir að Rússland tók við keflinu af Sovétríkjunum við fall járntjaldsins. Öryggismál Eystrasaltsríkjanna eru þar í fyrirrúmi, þar sem þau eiga landamæri að Rússlandi en aðhyllast frekar vestræna samvinnu. Er 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginleg varnarviðbrögð þar fyrirferðarmikil í umræðunni. Til hliðsjónar í allri umfjölluninni eru svo kenningar alþjóðastjórnmála, og atburðirnir greindir samhliða hugmyndum raunhyggjunnar annars vegar og frjálslyndisstefnunnar hins vegar. Einnig er þróun Atlantshafsbandalagsins reifuð í sögulegu samhengi og borin saman viðbrögð þess við þeim atburðum sem til umfjöllunar eru. Greint er frá því að viðbrögð bandalagsins við innrásinni í Tékkóslóvakíu svipaði um margt til viðbragða þess við nýrri ógnum í dag. Einnig er sýnt fram á að Atlantshafsbandalagið hafi þurft að endurskilgreina grunnstoðir sínar í takt við breytta tíma, svo það gæti í raun virt stofnsáttmála sinn og tryggt öryggi aðildarríkja sinna. Þá er framtíð bandalagsins til umræðu með tilliti til samskipta við Rússland, og hvað það raunverulega þýðir ef Atlantshafsbandalagið er ekki til staðar fyrir aðildarríki sín ef á reynir. Niðurstaðan er sú að það myndi rúa bandalagið öllu trausti, en með bættum samskiptum við minni aðildarríki og sýnilegri nærveru má ætla að þau geti fundið á ný það öryggi sem Atlantshafsbandalagið hefur lagt áherslu á að veita.

Samþykkt: 
  • 5.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri Yrkill BA Final.pdf442.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna