Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23438
Rannsóknir sýna að jákvæð tengsl eru á milli menntunar, eða styrkingar mannauðs, og hagvaxtar í þróunarlöndum. Aukin hagvaxtartækifæri felast í aukinni menntun kvenna og fátækra barna og með því að útiloka þau frá menntunartækifærum er verið að draga úr virkum mannauð í þjóðfélagi. Það að veita öllum aðgengi að grunnmenntun frekar en að veita aðeins útvöldum aðgang að æðri menntun skapar betri aðstæður fyrir hagvaxtaraukningu, bæði beint og óbeint. Vegna hlutfallslega mikils kostnaðar fátækra fjölskyldna við að mennta börnin sín kemur stærstur hluti háskólamenntaðra í þróunarlöndum frá ríkari fjölskyldum. Þetta stuðlar að auknum ójöfnuði í þjóðfélaginu. Þetta leiðir svo til þess að fjármagni til menntamála í þróunarlöndum er dreift ójafnt á milli stétta þar sem stærstur hluti fjársins endar hjá milli- og yfirstéttinni. Með því að flytja fjármagn frá æðri stigum menntakerfisins er hægt að auka skráningarhlutfall barna í grunnmenntun og auka aðgengi fyrir alla. Þannig er hægt að stuðla að því að rjúfa vítahring fátæktar.
Menntun kvenna skilar að auki meiri hagvaxtaraukningu en menntun karla í þróunarlöndum. Aukin menntun kvenna stuðlar bæði beint og óbeint að auknum hagvexti. Beinu áhrifin lýsa sér í aukinni framleiðni og atvinnuþátttöku en óbeinu áhrifin eru m.a. lægri tíðni fæðinga, hækkun giftingaaldurs og í styrkingu mannauðs í framtíðar kynslóðum með heilbrigðari og betur menntuðum börnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Menntun og hagvöxtur í þróunarlöndum.pdf | 728.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |