is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23447

Titill: 
  • „Brennivín í búðir.“ Hvað einkennir málflutning fylgjenda og andstæðinga frumvarps um afnám ríkiseinokunar á smásölu áfengis?
  • Titill er á ensku Discourse analysis regarding a new legislation on lifting the alcohol monopoly in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem leggur til breytingar á fyrirkomulagi áfengisútsölu á Íslandi. Frumvarpið leggur til að áfengissala verði gefin frjáls með ákveðnum takmörkunum og ríkiseinokunin sem nú er við lýði þar með afnumin. Þessi fyrirætlaða lagabreyting er mikið deilumál og takast á andstæð stjórnmálafræðileg sjónarmið þegar um þetta er deilt. Þessari ritgerð er ætlað að rýna í orðræðu deiluaðila í þessu máli til að leita svara við því hvað liggi að baki röksemdarfærslum fylgjenda frumvarpsins annars vegar og andstæðinga þess hins vegar. Tekið verður mið af skoðunum ólíkra hópa, svo sem hagsmunahópa, einstaklinga og stofnanna. Aðallega verður þó rýnt í orðræðu alþingismanna sem deila um þetta mál á hinu háa Alþingi um þessar mundir. Til að greina orðræðu deiluaðila verður notast við orðræðugreiningu, þá verður málið skoðað með hliðsjón af almannavalskenningum og kenningu John W. Kingdon um glugga tækifæranna. Meginreglan hérlendis er að smásala fari fram á frjálsum markaði, en ríkiseinokun á áfengissölu hefur tíðkast hér á landi og víða á Norðurlöndum í ljósi þess að um heilsuspillandi vöru er að ræða og nauðsynlegt að neyslu hennar sé haldið í skefjum. Niðurstöður leiddu í ljós að afstaða deiluaðila á sér dýpri rætur heldur en röksemdarfærslur þeirra gefa til kynna. Stjórnmálaskoðanir og tilfinningar virðast hafa afgerandi áhrif á afstöðu deiluaðila.

Samþykkt: 
  • 6.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brennivín í búðir_BA_Ritgerð_Tilbuin.pdf544.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_DaðiÖrn.pdf426.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF