Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23448
Ritgerðin fjallar um hvatningu og hvernig fjárhagsleg umbun nýtist sem hvatningaraðferð í skipulagsheildum. Leitast var við því að svara af hverju fjárhagsleg umbun getur dregið úr innri hvatningu fólks. Rannsóknarspurningin er því eftirfarandi: af hverju getur fjárhagsleg umbun dregið úr hvatningu fólks?
Til að svara þessu var kafað djúpt í hvað það er sem vísindin og kenningar segja að hvatning sé ásamt því að skoðaðar voru rannsóknir á ómeðvituðum áhrifum peninga á fólk og af hverju peningar eru eftirsóttir. Þar að auki var fjallað um mismunandi kenningar og rannsóknir á þessum skaðlegu áhrifum ytri hvatninga, eins og fjárhagslegrar umbunar, á innri hvatningu og af hverju svo er.
Niðurstöðurnar voru þær að það getur ýmislegt verið að verki þegar fjárhagsleg umbun dregur úr innri hvatningu. Hvort það er vegna þess að fólk vill líta vel út fyrir aðra, hvort það fari eftir sjálfstjórn fólks á atferli, hvort það sé sjálfsálit fólksins sem er skaðað, eða hvort það gæti verið blanda af þessu öllu saman, þá kemur það allt til greina.
Þessi ritgerð er þó háð þeim takmörkum að hvatning er fjölþætt fyrirbæri sem erfitt getur verið að rannsaka og dýptin sem hægt er að fara með ómeðvituð og meðvituð áhrif fjárhagslegrar umbunar á fólk er gríðarleg. Þessi ritgerð veitir þó vonandi innsýn inn í þennan djúpa heim hvatningar og hvernig fjárhagsleg umbun er sem hvatning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjárhagsleg umbun sem hvatning - lokaskil.pdf | 860,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |