is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23458

Titill: 
  • Íslenska þjóðpeningahreyfingin, hvaðan kom hún og á hún einhverja möguleika á að fá sínu framgengt?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í peningakerfi nútímans er langmestur hluti peningamagns í umferð skapaður af bönkum. Eftir fjármálahrunið 2008 spratt upp hreyfing sem telur orsök fjármálahrunsins liggja í peningakerfinu sjálfu og að Seðlabanki Íslands hafi lítil völd til þess að hafa áhrif á hve mikið peningamagn er í umferð. Leitar hreyfingin eftir því að svipta banka peningasköpunarvaldi með innleiðingu þjóðpeningakerfis og færa þar með alla peningamyndun yfir til hins opinbera, en nýjum peningum yrði þá komið í umferð með peningafjármögnun, en beintenging peningasköpunar við ríkisútgjöld gengur gegn almannavalskenningum sem mótað hafa stjórnsýsluumhverfi Seðlabanka Íslands. Hreyfingin telur þó að komast megi hjá freistnivanda stjórnmálamanna, sem hafa jákvaða hvata til að prenta of mikið af peningum, með því að aðskilja peningasköpunarvaldið frá valdinu hvernig nýjum peningum er varið. Hreyfingin á rætur sínar að rekja til bresku félagasamtakana Positive Money en helsti talsmaður og lykilmaður hreyfingarinnar hér á landi er Framsóknarmaðurinn Frosti Sigurjónsson. Með dagskrárkenningar Kingdons að leiðarljósi er saga hreyfingarinnar rakin allt til dagsins í dag og komist að þeirri niðurstöðu að hreyfingin reiðir sig á stuðning vel þekktra erlendra fræðimanna en lítill áhugi er hins vegar á meðal íslenskra fræði- og áhrifamanna á innleiðingu þjóðpeningakerfis, sem segja hugmyndina óraunhæfa og að hún beri vott um gamaldags hugsunarhátt. Þó hefur tekist að byggja þverpólitískan áhuga á þjóðpeningakerfi meðal íslenskra þingmanna, úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum, og er hreyfingin því sem slík ekki dæmd til að deyja út í bráð.

Samþykkt: 
  • 6.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skarphéðinn Þórsson Prent 2.pdf527.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skarphéðinn.pdf388.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF