is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23459

Titill: 
  • Fjármagnsskipan og fjárhagsleg staða fyrirtækja á Íslandi árin 2005 til 2013: Áhrif efnahagshrunsins og annarra þátta á skuldsetningu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Óhófleg skuldsetning getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtæki og hagkerfið í heild sinni eins og komist var að raun um hérlendis í efnahagshruninu. Markmiðið með þessari rannsókn er að fá yfirgripsmikla mynd af fjármagnsskipan og fjárhagslegri stöðu ólikra fyrirtækja sem íslenskt atvinnulíf byggist á og um leið að bæta úr skorti á rannsóknum á stöðu smærri fyrirtækja. Í stuttu máli má skipta rannsókninni í þrjá hluta. Í fyrsta lagi er fjárhagsleg staða og fjármagnsskipan fyrirtækja af mismunandi stærð og gerð greind með því að bera saman gögn úr innlendum ársreikningum árin 2005 til 2013. Í öðru lagi eru algengar kennitölur reiknaðar til að gefa skýrari mynd af þróun milli ára. Áhersla er lögð á skuldsetningu en einnig eru reiknaðar kennitölur um greiðsluhæfi og arðsemi. Í þriðja lagi er kannað með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu hvaða ólíku þættir kunna að hafa áhrif á skuldsetningu svo sem stærð, aldur, efnislegar eignir, arðsemi og afskriftir. Niðurstöður sýna að skuldsetning er ráðandi fjármögnunarkostur hjá íslenskum fyrirtækjum og var skuldastaða árið 2013 svipuð því sem hún var árið 2005. Aðstæður sem upp komu í efnahagshruninu urðu til þess að hreinar skuldir fyrirtækja jukust um tæpan helming árið 2008. Sama ár skilaði nær helmingur fyrirtækja í landinu neikvæðu eigin fé. Staða eignaminni fyrirtækja versnaði mun meira en eignameiri sem endurspeglar afleiðingar veikrar eiginfjárstöðu. Tengsl þátta komu að einhverju leyti á óvart, en stærð og arðsemi drógu úr skuldsetningu á meðan aldur, efnislegar eignir og afskriftir juku hana. Greint er frá þeim breytingum sem nú þegar hefur verið hrint í framkvæmd til að auka aðgengi einkum smárra fyrirtækja að hlutafé. Brýnt er að reyna að draga úr hvötum til skuldsetningar og leggja kapp á að styrkja eiginfjárstöðu til að bæta rekstur fyrirtækja og auka fjárhagslegt svigrúm til að mæta áföllum í efnahagslífinu.

Samþykkt: 
  • 6.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerðARÞ.pdf2.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna