is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23461

Titill: 
  • Tengsl vinnustreitu og þunglyndis: Er munur á dagvinnu- og vaktavinnufólki í umönnunarstörfum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Streita hefur verið skilgreind á ýmsa mismunandi vegu í gegn¬um árin. Í dag er almennt samþykkt að skilgreina megi hana sem samspil milli aðstæðna og einstaklings. Streituvaldandi vinnuaðstæður spá fyrir um slæma andlega heilsu. Einnig leggja þær sitt að mörkum til aukningar dauðsfalla vegna geðrænna veikinda sem fara sívaxandi. Afleiðingar vinnustreitu geta verið mjög alvarlegar sé ekki gripið nógu snemma í taumana. Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl vinnustreitu og þunglyndis. Að auki hafa rannsóknir bent til þess að einstaklingar í vaktavinnu séu líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi. Í þessari rannsókn voru teknar fyrir tvær rannsóknarspurningar. Annars vegar var skoðað hvort jákvæð tengsl væru á milli vinnustreitu og þunglyndis og hins vegar hvort tengslin væru sterkari hjá einstaklingum í vaktavinnu en einstaklingum í dagvinnu. Starfsmenn hjúkrunar- og/eða dvalarheimila víðsvegar af landinu voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni og 80 þeirra urðu við bóninni. Yfirmenn sáu um að útvega þeim aðgang að tengli sem beindi þeim á Norræna spurningalistann um sálfélagslega þætti og Þunglyndispróf Becks. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna meðalsterka jákvæða fylgni milli vinnustreitu og þunglyndis, óháð vinnufyrirkomulagi, en munur á styrkleika tengslanna milli dagvinnu- og vaktavinnustarfsmanna reyndist óverulegur. Ekki er hægt að útiloka að „healthy worker effect“ hafi haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Þörf er á að rannsaka tengsl vaktavinnu við þunglyndi í mun stærra og umfangsmeira samhengi ásamt ítarlegri upplýsingum um bakgrunn þátttakenda, sem og í fjölbreyttari þátttakendahóp. Með því móti má gera sér betur grein fyrir því hvort sterkari tengsl séu til staðar en þessi rannsókn gefur til kynna sem mögulega þurfi að veita nánari athygli og takast á við með viðeigandi hætti. Fræðin eru á einu máli um það að vinnustreita og þunglyndi eru raunveruleg vandamál sem starfsmenn standa frammi fyrir og því brýn þörf á að rannsaka tilurð þeirra og afleiðingar í þeim tilgangi að bæta lífsgæði einstaklinga á vinnumarkaði.

  • Útdráttur er á ensku

    Stress has been defined in various ways through out the years. It is commonly accepted today that it may be defined as a complex interaction between an individual and his situation. A stressful work environment predicts poor mental health. It also contributes to an increased number of deaths due to mental illnesses. The consequences can be very serious if no intervention takes place. Research has shown a strong correlation between work related stress and depression. It has also shown a higher tendency for shift workers to develop depression. This research paper aimed to answer two research questions. First of whether there is a positive correlation between work related stress and depression, and second of whether the correlation is stronger for shift workers than for daytime workers. Participants were 80 employees at nursing and/or resting homes from various parts of Iceland. Their superiors provided them with access to a link where they were able to answer the General Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work (QPSNordic 34+) and Beck‘s Depression Inventory–II. The results of the research suggested a medium strong correlation between work related stress and depression, regardless of working arrangements. The difference of the strength of the correlation between daytime- and shift workers was insubstantial. It cannot be ruled out that „healthy worker effect“ had an effect on the results. It is necessary to explore the correlation between work related stress and depression on a much bigger and extensive scale, as well as gather more detailed background information from participants. By doing so it might become clearer whether the correlation between work related stress and depression is stronger than this reasearch suggests. The literature agrees that work related stress and depression are real problems that employees face and therefore it is necessary to explore where they originate from and what consequenses they have in order to improve the quality of life of the working population.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl vinnustreitu og þunglyndis - lokaverkefni.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna