Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23464
Í ritsmíði þessari er stjórnskipulagi Knattspyrnusambands Íslands lýst og það greint út frá kenningum um stjórnun og rekstur félagasamtaka. Helstu hugtök sem útskýra starfsemi skipulagsheilda eru mátuð við Knattspyrnusamband Íslands. Þá er fjallað um hlutverk, starfssvið og verkaskiptingu sem tíðkast almennt hjá lykilaðilum frjálsra félagasamtaka. Það er gert til þess að útskýra markvisst hvernig slíku er háttað innan sambandsins. Í ritsmíðinni byggir höfundur umfjöllun sína á ritstýrðum fræðibókum, ritrýndum greinum, lögum og starfsreglum knattspyrnusambandsins, viðtali og niðurstöðum spurningakönnunar.
Spurningakönnun var send út til að kanna viðhorf stjórnarmanna Knattspyrnusambands Íslands gagnvart helstu meginhlutverkum stjórna frjálsra félagasamtaka. Viðhorf stjórnarmanna var afdráttarlaust varðandi flest hlutverk þó eilítil dreifing hafi sést í mælingum á stimpilhlutverki og rammahlutverki stjórna. Þá var einnig tekið viðtal við framkvæmdastjóra sambandsins til að fá nánari upplýsingar um skipulagsheildina.
Höfundur hannaði skipurit sambandsins og færir rök fyrir því að skipulagsform sambandsins byggi á tveimur formgerðum. Annars vegar á sambandsfyrirkomulagi líkt og þekkist hjá frjálsum félagasamtökum og hins vegar starfaskipulagi eins og oft er notað í fyrirtækjarekstri. Niðurstaða höfundur er jafnframt sú að Knattspyrnusamband Íslands sé öflug skipulagsheild með skýrt boðvald og skýra ábyrgð. Þá er sérþekking starfsmanna á hinum ýmsum málefnum í hávegum höfð. Stórt og öflugt nefndarkerfi er við lýði ásamt því að sambandið hefur bæði starfandi formann og framkvæmdastjóra sem skipta með sér mikilvægustu verkum sambandsins.
This thesis will outline the organizational structure of the Football Association of Iceland and analyse the structure within the framework of theories on management of Non-Governmental Organizations (NGOs). Key concepts used to explain the operation of NGOs are measured against the Football Association of Iceland. It also discusses roles of different actors, fields of work and division of duties of key individuals commonly used by NGOs. This provides the basis for a systematic explanation of these issues as they appear within the Football Association of Iceland. The author bases his analysis on academic books, peer-reviewed papers, laws and procedures of the Football Association, an interview and the results of a survey.
A questionnaire was sent out to assess the view of members of the board of the Football Association towards the central functions of boards of NGOs. The board members’ views were unequivocal as regards most of the different functions but the views were somewhat diverse with respect to rubber-stamp role and framework role of boards. An interview was conducted with the general manager of the Football Association to obtain further information on the organisational structure.
The author sets forth an organisation chart for the association and argues that the association’s governance structure is based on two pillars. First, an association-based format commonly used by NGOs and second a position-based format commonly used in corporate governance. The author’s conclusion is furthermore that the Football Association of Iceland employs an efficient organisational structure where both authority and responsibility are clear. Employees’ specialisation on various issues is valued. An expansive and active system of committees has been established and the association has both an operating chairman and general manager, between whom responsibility for the most important issues is divided.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ksi.ba.ritgerd.6.jan.10.10.pdf | 958.85 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_BirgirÓlafur.pdf | 387.03 kB | Locked | Yfirlýsing |