Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/23467
Verkefni þetta er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðar er að varpa ljósi á vímuefnasýki kvenna og gera grein fyrir hvernig hún er frábrugðin vímuefnasýki karla, hugsanlegum áhrifum á börn sem alast upp hjá vímuefnasjúkum mæðrum og hvernig barnaverndarstarfsmenn koma að málefnum sem þessum. Ritgerð þessi er heimildarritgerð og gögn sem notast var við eru ritrýndar rannsóknir, ritrýndar fræðigreinar, upplýsingaviðtal við fagaðila á vettvangi, bækur, skýrslur og lög. Niðurstöður leiddu í ljós að konur þróa vímuefnasýki með sér á annan hátt samanborið við karla er varðar sálræna, líkamlega og félagslega þætti og þurfa konur sérstuðning í meðferð vegna þess. Börn sem alast upp hjá vímuefnasjúkum mæðrum er hættara við að glíma við tilfinningaleg vandkvæði á borð við þunglyndi, kvíða, lágt sjálfsmat og námsörðugleika. Barnaverndarstarfsmenn starfa með hagsmuni barnsins að leiðarljósi og reyna að vinna með fjölskylduna í heild sinni.
Lykilhugtök: konur, vímuefnasýki, börn, barnaverndarstarfsmenn, félagsráðgjöf.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Dagný Baldursdóttir.pdf | 577,1 kB | Open | Heildartexti | View/Open |