is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23468

Titill: 
  • Frá Jena til Maastricht. Uppruni „Þýska vandamálsins“ og áhrif þess á Evrópusamrunann 1806-1992
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til að skilja Evrópusamrunann til fulls er nauðsynlegt að hafa skilning á „Þýska vandamálinu“, því það myndar grunnþáttinn sem drifið hefur forysturíki Evrópusamvinnunnar, Frakkland og Þýskaland, til sífellt meiri efnahagslegs og pólitísks samruna. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir uppruna Þýska vandamálsins á öndverðri nítjándu öld og þróun þess til vorra daga. Í brennidepli eru samskipti Þýskalands og Frakklands, rígurinn milli Prússa og Frakka frá dögum Napóleons og ummyndun þess rígs yfir í náið samband „vinaþjóðanna“ Þýskalands og Frakklands á síðari hluta tuttugustu aldar.
    Upphaf Evrópusamrunans í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og þróun hans til stofnunar Evrópusambandsins á tíunda áratugnum er sett í samhengi við Þýska vandamálið og hvernig það hefur sprottið upp með reglulegu millibili og yfirleitt orsakað frekari samruna Evrópuþjóða í hvert sinn. Kola- og stálbandalagið, Efnahagsbandalag Evrópu og Evrópusambandið eru að ýmsu leyti tilkomin vegna Þýska vandamálsins í Evrópu og vandamála í sambúð Frakka og Þjóðverja á tuttugustu öld.
    Í ritgerðinni er því haldið fram að Þýska vandamálið sé sprottið af ráðandi stöðu Frakklands í Evrópu við upphaf nítjándu aldar. Vandamálið hafi síðan þróast út í það að verða ráðandi grunnþáttur í Evrópusamvinnunni, en ekki einungis einn af fjölmörgum, óljósum sameiningarkröftum sem virkað hafa á ríki í álfunni. Sívænkandi hagur Þýskalands innan Evrópusamstarfsins útskýrir síðan hinn mikla vilja þarlendis til að binda ríkið yfirþjóðlegum, sam-evrópskum stofnunum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá Jena til Maastricht.pdf650.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna