is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23469

Titill: 
  • Innherjasvik. Dæmi úr atvinnulífinu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lög um verðbréfaviðskipti voru m.a. sett til að tryggja að allir þeir sem eiga aðild að verðbréfamarkaðnum hafi sömu upplýsingar. Lögin eiga að koma í veg fyrir að einstaka fjárfestar hafi aðgang að frekari upplýsingum umfram aðra fjárfestar á markaðnum. Ef að það gerist, að sumir hafi meiri upplýsingar en aðrir, þá hræðast fjárfestar að fjárfesta á markaðnum vegna þess að þeir eru hræddir um að einhver viti meira en þeir. Þess vegna eru þess lög mikilvæg til þess að halda verðbréfamarkaðnum góðum og í jafnvægi.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða XIII. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og hvernig hefur reynt á þessi lög í atvinnulífinu hér á Íslandi. Þá ætlar rannsakandinn að skoða tvo Hæstarréttardóma í þessu sambandi. Í þeim dómum voru tveir einstaklingar dæmdir til fangelsisvistar, annar í 24 mánuði og hinn í 9 mánuði. Hjá báðum einstaklingum voru gerðar upptækar fjárhæðir sem voru andvirði hagnaðar þeirra á sölunum sem brutu í bága við áðurnefnt ákvæði í lögum nr. 108/2007. Niðurstaðan sem að rannsakandinn komst að er sú að vel hefur tekist að fylgja eftir ákvæðum þessa kafla í atvinnulífinu hér á Íslandi. Það sem rannsakandanum fannst vera hvað mest ábótavant er sá tími sem að leið frá því að umrætt brot var framið og þar til að dómur liggur fyrir. Var þó tekið tillit til þess að erfitt og tímafrekt getur verið að safna saman öllum þeim gögnum sem að þarf til að dæma í svona málum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSLOKA.pdf901.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna