is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23471

Titill: 
  • Konur sem gerendur í kynferðisafbrotamálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar er að skoða konur sem gerendur í kynferðisafbrotum. Auk þess er munurinn á afleiðingum kynferðisofbeldis þar sem gerandinn er karlmaður og þar sem gerandinn er kvenmaður skoðaður. Mun fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á karlkyns gerendum en kvenkyns gerendum en mikilvægt er að hafa í huga að konur geta framið kynferðisafbrot líkt og karlmenn. Rannsóknir hafa sýnt að helstu ástæður fyrir því að færri rannsóknir beinist að kvenkyns gerendum í kynferðisafbrotamálum en karlkyns gerendum tengist því að það að konur brjóti af sér kynferðislega brjóti í bága við hina stöðluðu ímynd kvenna í samfélaginu. Önnur ástæða getur verið að karlkyns gerendur eru fleiri en kvenkyns gerendur. Þegar kynjamunur gerenda í kynferðisafbrotamálum var skoðaður kom í ljós að konur eru að meðaltali eldri en karlmenn þegar þær byrja að beita kynferðislegu ofbeldi. En meginmunurinn á konum og körlum er talinn vera sá að í mörgum tilfellum fremja konur kynferðisafbrot í félagi við karlmann. Það á hins vegar ekki við um karlmenn, en þeir eru oftar einir að verki. Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis á þolendur þess geta verið mjög slæmar en rannsóknir hafa sýnt að meiri líkur séu á því að kynferðislegt ofbeldi hafi verri áhrif á þolanda ef að kona er gerandi en ef karlmaður er gerandi. Algengustu afleiðingar slíks ofbeldis hjá körlum sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi konu eru erfiðleikar í námi ásamt áhættuhegðun á unglingsárum. Konur, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi konu, eru hins vegar líklegri til þess að sýna sjálfskaðandi hegðun og glíma við átraskanir.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur.sem.gerendur.í.kynferðisafbrotamálum.pdf643,24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna