is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23472

Titill: 
  • Það er alltaf gaman að fá hrós. Upplifun framlínustarfsmanna í gestamóttöku á hvatningu frá yfirmönnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hóteliðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þessum vexti fylgir aukin atvinna og fjölgun starfsfólks á hótelunum. Á síðustu árum hafa stjórnendur farið að taka eftir því hversu mannauðurinn er mikilvægur hlekkur í starfseminni. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvernig starfsfólk í gestamóttöku á stórum hótelum á höfuðborgarsvæðinu upplifir hvatningu frá yfirmönnum sínum. Einnig hvaða hvatning virkar best og hvort að hún skipti máli.
    Rannsókn var framkvæmd og notast var við eigindlegu rannsóknaraðferðina; fyrirbærafræði, þar sem markmiðið var að skilja upplifun viðmælenda til að fá skýrari mynd á viðfangsefnið. Viðmælendur voru fimm og voru tekin hálf opin djúpviðtöl til að skilja fyrirbærin betur og fá dýpri skilning á þeim. Að loknum viðtölunum voru þau túlkuð og þemagreind og voru meginþemu sett fram. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þessi iðnaður hafði sömu einkenni og rúlletta. Viðmælendur fundu mikið fyrir þeirri upplifun á fyrstu dögum starfsins sem líkja mætti við rúllettu og upplifðu mikla spennu og yfirþyrmandi andrúmsloft sem rekja mátti til mikillar starfsmannaveltu. Þá fundu viðmælendur hvatningu hjá samstarfsfólki sínu til að halda áfram í starfi og einkenndist það samstarf af vináttu. Upplifun viðmælenda á yfirmönnum sínum var mismunandi og skipti virðing þar miklu máli. Ef samskipti voru góð þá fundu viðmælendur fyrir virðingu yfirmanna sinna en virðingarleysi ef samskiptin voru ekki ásættanleg.
    Að lokum kom skýrt fram að það sem var mest niðurdrepandi við starfið væru launin og töldu viðmælendur þau ekki endurspegla mikilvægi starfsins og álag sem því fylgdi. Hótelin væru því oft að missa góða starfskrafta sem voru ekki að hætta útaf því að þeim fannst starfið leiðnlegt heldur vegna þess að launin voru ekki þess virði. Þar kemur fram helsta skýringin á starfsmannaveltunni.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð-Helga-Dís-Jakobsdóttir-Lokaeintak.pdf767.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna