is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23473

Titill: 
  • Kvenkyns stjórnendur á vinnumarkaði. Ferðalagið, staðan og markaðurinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir stöðu kvenna í stjórnendastöðum á Íslandi. Ritgerðin er unnin sem heimildaritgerð. Ísland er sjálfstæð þjóð með lýðræði, því ættu konur og karlar að hafa sömu tækifæri á vinnumarkaði. Farið er yfir þá vendipunkta á 20. öldinni sem hafa gert konum kleyft að vera í þeirri stöðu sem þær eru í dag. Árið 2013 var sett löggjöf á Alþingi fyrir svokallaðan kynjakvóta og er það kvótakerfi skoðað. Kostir og gallar þess eru metnir auk þess sem Íslenski vinnumarkaðurinn er skoðaður með tilliti til launamuns, atvinnuleysis, atvinnuþátttöku og einnig borinn saman við aðrar þjóðir. Menntun hefur farið vaxandi á Íslandi og þá sérstaklega hjá konum sem eru í meirihluta í háskólum, út frá því eru laun skoðuð miðað við menntun. Konur hafa alltaf þurft að kljást við hindranir í atvinnulífinu og karlar auðvitað líka en það eru vissar hindranir sem aðeins konur mæta, þær hindranir eru skoðaðar auk þess er varpað ljósi á stjórnandann og stjórnskipulag fyrirtækja. Ytra umhverfið hefur áhrif á stóran þátt kvenna í atvinnulífinu og eru þættir sem hafa hægt á framgöngu kvenna, má þar nefna fæðingarorlof, tengslanet, kynhlutverk og jafnrétti. Fyrirtækjum með yfir 25 starfsmenn er skylt að vera með jafnréttisstefnu sem gefur konum og körlum jöfn tækifæri. Staða kvenna í stjórnendastöðum hefur farið vaxandi á síðustu árum og er Ísland á góðri leið með áframhaldandi þróun í þá átt í samanburði við nágrannaþjóðir okkar.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis reviews the status of women in management position Iceland. Thesis is a detailed sourceessay. Iceland is an independent nation with democracy, therefore women and men should have equal opportunities in the labor market. Milestones of the 20th century that has made women able to be in the position they are in now will be viewed, however, the development could though been faster. In 2013, legislation was put in Alþingi for so-called gender quotas and the quota system inspected. Pros and cons are evaluated as well as the Icelandic labor market is examined with regard to gender pay gap, unemployment rate, and participation of the labor market compared to other nations. Education has been increasing in Iceland, especially for women who are in the majority at universities, wages are examined based on education. Women have always had to deal with barriers to employment, and men of course too, but there are certain obstacles that only women meet, the obstacles are examined as well as the manager and the company structure is examined. The external environment has a large part of women in the economy and there are factors which have slowed the progress of women, such as maternity leave, networks, gender equality and gender equality policy that gives women and men equal opportunities. The position of women in management positions has been growing in recent years, and Iceland on the good way with continued improvement when compared to neighboring countries.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Helgi Jónsson.pdf707.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna