is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23474

Titill: 
 • Facebook við markaðsfærslu á Íslandi. Megindleg rannsókn
 • Titill er á ensku Facebook marketing in Iceland
Skilað: 
 • Febrúar 2016
Útdráttur: 
 • Mikil aukning hefur verið í notkun samfélagsmiðla á síðastliðnum árum. Meirihluti þjóðarinnar er nú notendur samfélagsmiðilsins Facebook og mörg fyrirtæki eru farin að notfæra sér Facebook, bæði til að ná til núverandi og tilvonandi viðskiptavina. Facebook, líkt og aðrir samskiptamiðlar, flokkast sem gagnvirk markaðsfærsla þar sem samskipti milli viðskiptavina og skipulagsheilda ganga í báðir áttir. Vegna mikilla vinsælda samfélagsmiðla eru samskipti milli skipulagsheilda og viðskiptavina að færast frá einhliða yfirlýsingum skipulagsheilda og þær í staðinn farnar að eiga samræður við viðskiptavininn. Notfæri skipulagsheildir sér samfélagsmiðla geta þær í rauntíma brugðist við athugasemdum viðskiptavina sinna og bætt þjónustu sína.
  Flest fyrirtæki eru nú farin að leggja áherslu á viðskiptavini þar sem sýnt hefur verið fram á að jákvætt samband fyrirtækis og viðskiptavinar gagnast báðum aðilum. Nýti fyrirtæki sér tæki markaðsfærslu við greiningu á markaði til að finna markhóp, geta þau, með áherslu á viðskiptavini, hagnast vel þrátt fyrir lítinn markhóp og mikla samkeppni á markaði.
  Rannsókn verkefnisins var unnin út frá megindlegum spurningalista þar sem leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum:
  Hver er helsti hvati einstaklinga til þess að líka við fyrirtæki/vörumerki á Facebook?
  Hver er helsta ástæðan fyrir því að einstaklingar hætta að líka við fyrirtæki/vörumerki á Facebook?
  Niðurstöður voru á þann veg að fólk er líklegast til þess að líka við síður fyrirtækja vegna áhuga þess á viðkomandi fyrirtæki og líklegast til þess að hætta að líka við síðu fyrirtækis vegna þess að síðan deildi of miklu efni.
  Niðurstöðurnar geta fyrirtæki nýtt sér og borið saman við tölfræði Facebooksíðu fyrirtækis og út frá þeim metið hvort fyrirtækið sé að deila of miklu efni miðað við smekk Íslendinga eða efna of oft til leikja.

Samþykkt: 
 • 7.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinn_Björnsson_BS.pdf881.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna