is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23477

Titill: 
 • Fyrirtækjamenning Mannvits. Styrkleikar og veikleikar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrirtækjamenning er flókið hugtak sem margir fræðimenn hafa reynt að ná tökum á. Fjölmargar skilgreiningar hafa litið dagsins ljós og hafa fræðimenn á borð við Edgar H. Schein, Daniel R. Denison og Terrance Deal og Allan Kennedy lagt hönd á plóg við að skilgreina bragarhætti innan skipulagsheilda. Lögðu þeir fram kenningar um hvort hægt væri að rannsaka menninguna og hvort tengsl væri milli hennar og árangurs fyrirtækja. Schein skilgreindi fyrirtækjamenningu sem mynstur af sameiginlegum grunnforsendum sem eru lærð þegar hópur stendur frammi fyrir vandamálum jafnt frá innri og ytri aðstæðum. Denison skilgreindi hana sem samansafn undirliggjandi gilda, hugmynda og lögmála sem stjórnarhættir fyrirtækisins er reist á. Deal og Kennedy skilgreindu hana sem hvernig hlutir eru unnir í þeirri skipulagsheild.
  Margar rannsóknir hafa litið dagsins ljós og helst ber að nefna þær sem framkvæmdar eru af Denison og samstarfsmönnum. Í áranna rás hefur hann þróað spurningalista sérætlaðan til að rannsaka styrkleika og veikleika fyrirtækjamenningar og leggja mat á tengsl hennar við árangur fyrirtækisins.
  Markmið þessarar rannsóknar var að greina fyrirtækjamenningu Mannvits í ársbyrjun 2014 og leggja mat á hvar styrk- og veikleikar hennar liggja. Spurningalisti Denison var lagður fyrir og reiknað var viðmiðunargildi sem segir til um hvort vídd innan hans lendir á styrkleika-, starfhæfu eða aðgerðarbili.
  Helstu niðurstöður benda til að styrkleikar Mannvits liggja í ytra umhverfi þar sem stefna og áform mælast á starfhæfu bili sem og áhersla á þarfir viðskiptavina. Veikleikar menningarinnar liggja í framkvæmdum breytinga, megingildum og samhæfingu og samþættingu.

Samþykkt: 
 • 7.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrirtækjamenning Mannvits - lokaskil.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna