is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23478

Titill: 
 • Ákvörðunarþættir vaxtaálags fyrirtækja í flutningi og dreifingu raforku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast við að komast að því hverjir hugsanlegir ákvörðunarþættir vaxtaálags fyrirtækja í flutningi og dreifingu raforku eru í þeim tilgangi að búa til sértækt vaxtaálagslíkan fyrir íslenskar flutnings- og dreifiveitur. Leyfilegur fjármagnskostnaður þessara fyrirtækja er ákvarðaður af Orkustofnun í samræmi við raforkulög (lög nr. 65/2003) og reglugerð nr. 550/2012 um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi. Við gerð rannsóknarinnar er stuðst við evrópsk samanburðarfélög þar sem íslenski markaðurinn er smár í sniðum og ekki mjög virkur auk þess sem reglugerð nr. 550/2012 kveður á um að litið skuli til evrópskra fyrirtækja í sambærilegum rekstri.
  Ákvörðunarþættir vaxtaálags eru rannsakaðir bæði út frá skuldatryggingum fyrirtækjanna og ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem eru gefin út af fyrirtækjunum. Við framkvæmd rannsóknarinnar er beitt línulegri aðhvarfsgreiningu á kennitölum úr efnahag og rekstri, lánshæfi, skuldatryggingarálagi heimaríkja auk þess sem kannað er hvort munur sé á vaxtaálagi fyrirtækja í flutningi raforku annars vegar og dreifingu raforku hins vegar.
  Helstu niðurstöður hvað varðar skuldatryggingarálag eru að skuldsetning, skuldatryggingarálag heimaríkis og lánshæfi fyrirtækis eru þeir ákvörðunarþættir sem koma til greina til að meta raunhæft vaxtaálag fyrirtækja í flutningi og dreifingu raforku. Aðrar kennitölur úr rekstri og efnahag en skuldsetning virðast ekki hafa áhrif á skuldatryggingarálag þessara fyrirtækja. Skuldatryggingarálag heimaríkis er sá ákvörðunarþáttur sem vegur hvað þyngst enda njóta fyrirtæki í flutningi og dreifingu raforku óbeinnar ríkisábyrgðar sökum samfélagslegs mikilvægis. Vegna mikillar samvirkni milli ákvörðunarþáttanna var samvirknistuðlum bætt við líkanið og jók það mátgæði líkansins um tæp fimm prósent. Eftir prófanir á líkaninu með og án samvirknistuðla var lokaniðurstaðan sú að líkanið með skuldsetningu, skuldatryggingarálagi heimaríkis, lánshæfi fyrirtækis og samvirknistuðlum milli allra þessara áhrifaþátta væri best fallið til að meta vaxtaálag fyrirtækja í flutningi og dreifingu raforku.
  Engar markverðar niðurstöður fengust hins vegar þegar vaxtaálag var skoðað út frá ávöxtunarkröfu skuldabréfa. Engin skýribreyta sem prófuð var reyndist hafa marktæk áhrif á vaxtaálag skuldabréfa fyrirtækjanna. Þó var marktækur munur á vaxtaálagi flutnings- og dreifiveitna en sökum smæðar úrtaks þyrfti að skoða þau áhrif frekar með stærra úrtaki svo hægt væri að fullyrða um þau.

Samþykkt: 
 • 8.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Elin_Maria_Guðbjartsdóttir.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna