is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23480

Titill: 
  • Dæmdir kynferðisbrotamenn: Meðferð og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð er farið yfir þá sameiginlegu þætti sem að einkenna kynferðisbrotamenn og meðferðir og úrræði sem standa dæmdum kynferðisbrotamönnum til boða á meðan afplánun stendur. Markmið ritgerðarinnar er að útskýra sameiginlega þætti sem að einkenna kynferðisbrotamenn og gjörðir þeirra ásamt því að sýna fram á stöðu úrræða og meðferða fyrir kynferðisbrotamenn sem afplána á Íslandi. Til samanburðar er gerð úttekt á stöðu úrræða og meðferða fyrir dæmda kynferðisbrotamenn í breskum fangelsum. Fjallað er um sameiginlega þætti sem að einkenna kynferðisbrotamenn með hliðsjón af kenningum um tengslamyndun. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á slæma tengslamyndun í æsku hjá kynferðisbrotamönnum og miða meðferðir oft að því að vinna úr þeim vanda. Hugræn atferlismeðferð og reiðistjórnunarnámskeið hafa verið notuð hér á landi sem og annars staðar þegar unnið er með kynferðisbrotamönnum en vilji þeirra til að leita úrlausna við vanda sínum er forsenda meðferðar. Niðurstöður heimildaritgerðarinnar sýna fram á að þörf er á fleiri meðferðarnálgunum hér á landi og auka má aðkomu félagsráðgjafa í meðferðum. Eins og staðan er núna sjá sálfræðingar að mestu leyti um meðferðir fyrir dæmda kynferðisbrotamenn en félagsráðgjafar koma að námskeiðum um reiðistjórnun. Víðtækar og fjölbreyttar meðferðir sérsniðnar þörfum hvers og eins fanga geta dregið úr ítrekunartíðni og bætt líðan þeirra sem að sitja inni. Meðferðir innan fangelsis geta því stuðlað að öruggara samfélagi fyrir alla. Til þess að mæta þessum þörfum þarf að fjölga stöðugildum félagsráðgjafa og/eða sálfræðinga innan fangelsana.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_SoffíaHjördís.pdf449.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna