is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23482

Titill: 
  • Íslensk fjölskyldufyrirtæki. Staða arftakastjórnunar.
  • Titill er á ensku Succession planning in Icelandic family firms.
  • Titill er á þýsku Nachfolgeplanung in isländische Familienunternehmen.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um aðferðir og undirbúning íslenskra fjölskyldufyrirtækja við arftakaskipti. Nánar tiltekið hversu vel undirbúin íslensk fjölskyldufyrirtæki eru fyrir árangursrík arftakaskipti samkvæmt helstu kenningum um arftaka- og breytingastjórnun. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í þremur íslenskum fjölskyldufyrirtækjum. Hér eru fjölskyldufyrirtæki skilgreind sem fyrirtæki sem rekin eru af tveimur eða fleiri fjölskyldumeðlimum stofnenda þeirra. Ef stofnendur fyrirtækja eru ennþá starfandi þá þarf að minnsta kosti einn fjölskyldumeðlimur þeirra að starfa sem stjórnandi innan fyrirtækjanna. Þá teljast þau fjölskyldufyrirtæki í þessari rannsókn. Stuðst var við Arftakaþríhyrning Stavrou, Kleanthous og Anastasiou við gerð spurningalista og framkvæmd viðtala. Niðurstöður sýndu að jákvæð gildi fjölskyldnanna sem reka fyrirtækin smitast út í vinnuumhverfi fyrirtækjanna. Þar með eru fyrirtækin samheldnari og betur í stakk búin til að takast á við breytingar. Jafnframt eru samskipti
    innan fyrirtækjanna óformleg og óskipulögð. Almenn skipulagning og áætlanagerð þátttakenda var ekki mikil. Á heildina litið er staða arftakastjórnunar innan íslenskra fjölskyldufyrirtækja nokkuð góð, án þess þó að stjórnendur ætli sér það sérstaklega. Íslensk fjölskyldufyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum og klassískum fjölskyldugildum. Það skilar sér í árangursríkum og sveigjanlegum rekstri sem á auðvelt með breytingar og framþróun.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jona_Petursdottir_150691-2229.pdf817.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna