is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23488

Titill: 
  • Uppeldi unglinga. Hvað þarf að hafa í huga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður skoðað hvað þroskakenningar segja um uppeldi unglinga, hvaða uppeldisaðferðir virka best og hvort mataræði og hreyfing hafi áhrif á unglinga? Skoðað verður hvernig uppeldishættir foreldra hafa breyst frá því í gamla daga. Sagt verður frá Vistfræðikenningu Bronfenbrenners, Þroskakenningu Erikson og Tengslakenningu Bowlby og þær tengdar við uppeldi unglinga. Þá verður lauslega sagt frá kenningu Diana Baumrind um uppeldisaðferðir ásamt rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardóttur á uppeldisaðferðum. En hún byggði rannsókn sína einmitt á kenningu Baumrind. Rannsóknin verður svo tengd við uppeldi unglinga. Því næst verður skoðað hvað rannsóknir og kannanir segja um hvort fæði og hreyfing hafi áhrif á unglinga. Í ljós kom að margt úr þessum kenningum er hægt að heimfæra á uppeldi unglinga og hægt að nýta sé margt úr þeim. Fræðslu um uppeldi unglinga vantar að mati höfundar og augljóst að góð tengsl, stuðningur og virðing er mikilvæg við uppeldi unglinga.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppeldi unglinga.pdf536,14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna