en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23491

Title: 
  • Title is in Icelandic Ofbeldi gagnvart barnshafandi konum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ofbeldi innan náinna sambanda er samfélagslegur vandi sem er oft frekar falinn. Hins vegar tíðkast það í mun meiri mæli en einstaklingar gera sér almennt grein fyrir. Ritgerð þessi fjallar um það ofbeldi sem á sér stað gagnvart konum í nánum samböndum á meðgöngu þeirra. Ofbeldi sem á sér stað á meðgöngu getur haft fyrir konuna og barnið sem hún gengur með alvarlegar afleiðingar. Ofbeldi af þessu tagi er falið og þekkist þar af leiðandi ekki í miklum mæli. Hins vegar er mun meira um þetta ofbeldi en almennt er viðurkennt. Þrjár rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi í þessum efnum sem benda til þess að ofbeldi eigi sér í um 5% tilfella stað á meðgöngu. Ofbeldi innan náinna sambanda getur haldið áfram eftir að meðganga hefst, en í sumum tilfellum hefst ofbeldi við meðgönguna. Hér á landi er ekki mikið um skimun við ofbeldi kvenna á meðgöngu í meðgönguvernd. Erlendis tíðkast það í meiri mæli og hefur sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar í för með sér. Það er því vert að athuga hvort skimun hér á landi myndi skila tilætluðum árangri og hafa jákvæðar afleiðingar fyrir konur sem beittar eru ofbeldi. Markmið ritgerðarinnar er að skoða það ofbeldi sem konur verða fyrir á meðgöngu í nánum samböndum. Jafnframt er komið inn á þá skimun sem beitt er hér á landi og hlutverk félagsráðgjafa tengt við efni ritgerðarinnar.

Accepted: 
  • Jan 8, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23491


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ofbeldi gagnvart barnshafandi konum - Helena Vignis.pdf632.25 kBOpenHeildartextiPDFView/Open