is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23492

Titill: 
  • Hið óvænta fósturlát. Afleiðingar og þjónusta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er viðfangsefnið fósturlát og ber hún nafnið Hið óvænta fósturlát. Ritgerðin er 12 eininga lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fóstulát er algengur meðgöngukvilli og er talið að margir einstaklingar þurfi að takast á við þá áskorun að upplifa fósturlát og komast í gegnum það sorgarferli sem því fylgir. Fjallar ritgerðin meðal annars um afleiðingar í kjölfar fósturmissis og þá þjónustu sem í boði er. Markmið ritgerðarinnar er að svara eftirfarandi spurningum; Hverjar eru afleiðingar fósturláts? Hvaða áherslur liggja til grundvallar þjónustunni sem konur fá í kjölfar fósturláts? Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að andlegar afleiðingar fósturláts geta haft langtíma áhrif. Einnig að upplýsingagjöf, samúð og jákvætt viðhorf í þjónustu sé mikilvæg. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn sem sinna einstaklingum sem orðið hafa fyrir fósturmissi sýni þeim andlegan sem líkamlegan stuðning. Afleiðingar sem einstaklingar eða pör verða fyrir í kjölfar fósturláts geta orðið meiri og alvarlegri ef upplýsingagjöf er ábótavant og getur það til dæmis leitt til ósækilegrar sektarkenndar.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hið óvænta fósturlát Steinunn-Lilja.pdf662.96 kBLokaður til...29.09.2029HeildartextiPDF