Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23494
Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikið brotthvarf er úr kennarastéttinni. Þannig hafa niðurstöður rannsókna sýnt fram á að ungir kennarar haldist skemur í starfi en áður tíðkaðist eða skili sér ekki í kennslu að kennaranámi loknu. Því er mikilvægt að kanna upplifun ungra sem og eldri kennara á starfsánægju til að greina hvaða þættir það eru sem leiða til starfsánægju og hvatningar hjá þessum tveimur hópum til að reyna öðlast skilning á því hvers vegna þróunin hefur orðið sú að kennarar haldist skemur í starfi en áður tíðkaðist og nýliðun er lítil.
Ritgerð þessi snýr að starfsánægju og hvatningu grunnskólakennara. Kannað var hvernig grunnskólakennarar upplifa starfsánægju út frá starfsaldri. Þannig voru þátttakendur rannsóknarinnar annars vegar grunnskólakennarar sem eru 35 ára eða yngri og hafa kennt í fimm ár eða skemur og hins vegar grunnskólakennarar sem hafa kennt í fimmtán ár eða lengur. Í rannsókninni er leitast við að svara þeirri spurningu hvort að grunnskólakennarar sem tilheyra mismunandi kynslóðum innan stéttar grunnskólakennara séu samhljóða um þá þætti sem þeir telja mikilvæga fyrir þeirra starfsánægju og hvatningu eða hvort að kynslóðirnar leggi áherslu á ólíka þætti.
Við framkvæmd rannsóknarinnar var stuðst við eigindlega aðferðafræði. Tekin voru átta viðtöl við grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Allir þátttakendur störfuðu sem umsjónarkennarar þegar rannsóknin fór fram. Úrvinnsla og greining gagna var unnin samkvæmt fyrirbærafræði.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þátttakendur upplifi litla hvatningu í starfi en sú hvatning sem viðmælendur upplifa má rekja til innri þátta fremur en ytri þátta. Þá hefur það meira vægi fyrir yngri þátttakendur að upplifa ytri hvatningu en eldri þátttakendur. Viðmælendur töldu sig heilt yfir ánægða í starfi en fleiri innri þættir virðast leiða til starfsánægju en ytri þættir. Þar ber helst að nefna sjálfa kennsluna, árangur og framfarir nemenda, samskipti við núverandi og fyrrverandi nemendur sem og samskipti við samstarfskennara. Þá hafa þær breytingar sem átt hafa sér stað á starfssviði og starfsumhverfi grunnskólakennara, vegna nýrra kjarasamninga, áhrif á líðan þátttakenda í starfi.
Research has shown that a great number of teachers are leaving the profession. The outcome of research indicates that young teachers remain in their job shorter than previously or that they do not end up teaching after having finished their teacher’s degree. Thus it is important to research how young as well as older teachers experience job satisfaction in order to analyze which factors lead to job satisfaction and motivation within these two groups and to obtain understanding of why the development has been that teachers remain in their job shorter than before and recruitment is low.
This thesis is focused on job satisfaction and motivation of primary school teachers. The subject of the research reflects on how primary school teachers experience job satisfaction while taking into account their period of employment. Thus participants of the research were on the one hand primary school teachers who are 35 years old or younger and have taught for five years or shorter and the other hand primary school teachers that have taught for fifteen years or longer. The research seeks to answer the question whether primary school teachers belonging to different generations within the profession of primary school teachers, are unanimous about the factors they believe are important for their job satisfaction and motivation or whether the different generations focus on different factors.
The research was based on qualitative methods. Eight primary school teachers located in the Reykjavik capital area were interviewed. All participants worked as supervisory teachers at the time when the research took place. The process and analysis of data was performed in accordance with phenomenology. The main conclusions from the research indicate that participants experience little motivation in their job and the motivation they experience is mostly related to internal factors rather than external factors. It is also more important for the younger participants to experience external motivation than the older participants. The interviewees considered themselves mostly satisfied in their job but more internal factors seem to lead to job satisfaction than external factors. The most important ones include teaching, success of students, interaction with current and former students and interaction with co-workers. The changes that have occurred within the field of work and the working environment in relation to new collective bargaining agreements have also had an impact on the participants’ job satisfaction.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Krefjandi, Skapandi, Gefandi.pdf | 1,06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |