Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23500
Viðskiptaáætlun Innri Hugbúnaðarlausna er unnin til næstu þriggja ára. Fjallað er á fræðilegan hátt um helstu áhrifaþætti í umhverfi fyrirtækisins. Áhrifaþættir þessir eru teknir fyrir og greindir út frá samkeppnismódeli Porters, innra og ytra umhverfi fyrirtækja og SVÓT greiningu. Samkeppnisaðilar á upplýsingatæknimarkaði eru greindir sem og helstu vörur félagsins. Hjarta viðskiptaáætlunarinnar er rekstraráætlun sem gildir fyrir næstu þrjú rekstrarár, þ.e. 2016-2018.
Höfundur viðskiptaáætlunarinnar er annar eigandi fyrirtækisins og var gögnum safnað saman frá síðustu tveimur rekstrarárum félagsins og notuð sem heimildir.
Framtíð félagsins er björt og gert er ráð fyrir að það verði arðbært næstu þrjú árin. Á árinu 2016 mun mikill kostnaður falla til vegna þjálfunar starfsmanna og launa starfsmanna í þjálfun. Þegar litið er til næstu þriggja ára er gert ráð fyrir að félagið skili góðum hagnaði en samkvæmt rekstaráætluninni verður hagnaður um eða yfir 30% af veltu félagsins til lengri tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðskiptaaætlun_Innri - Copy.pdf | 704.57 kB | Lokaður til...02.01.2060 | Heildartexti |