is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23501

Titill: 
 • Iðngreinar og ímynd: Er þörf á ímyndabreytingu iðngreina?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í langan tíma hefur átt sér stað mikil umræða í íslensku samfélagi um ímynd iðngreina og þann vanda sem þær standa frammi fyrir. Sá vandi snýr að stórum hluta að dræmri aðsókn í nám og störf á þessu sviði. Þetta viðfangsefni virðist þó lítið hafa verið rannsakað hér á landi og því var meginmarkmið þessarar rannsóknar að kanna hver ímynd iðngreina væri samanborið við ímynd starfsgreina sem krefjast háskólamenntunar. Að auki var markmiðið að kanna hvort ímynd iðngreina væri þess eðlis að hún gæti haft fælandi áhrif á þá sem eru að velja sér nám. Til þess að ná fyrrgreindum markmiðum voru valdar þrjár iðngreinar: húsasmiður, hársnyrtir og bifvélavirki og þrjár starfsgreinar sem krefjast háskólamenntunar: viðskipafræðingur, arkitekt og hjúkrunarfræðingur, sem fulltrúar þessara greina og ímynd þeirra mæld. Í rannsókninni var stuðst við bæði eigindlega og megindlega rannsóknaraðferð, þar sem haldnir voru tveir rýnihópar og sendar voru út þrjár spurningalistakannanir. Þá var notast við vörukort (perceptual map) til þess að fá fram helstu niðurstöður og þær settar fram á myndrænan hátt.
  Helsta niðurstaðan var sú að þær iðngreinar sem voru mældar voru með neikvæðari ímynd en starfsgreinarnar sem krefjast háskólamenntunar. Iðngreinarnar virtust aðgreina sig á grundvelli eiginleikans „óhreinleiki“ og tengdust helst neikvæðu eiginleikunum „erfiði“ og „fúsk“. Þá tengdust iðngreinarnar síst jákvæðum eiginleikum á borð við „greind“, „metnað“ og „virðingu“. Því er óhætt að draga þá ályktun að ímynd þessara greina gæti haft fælandi áhrif á þá sem eru að velja sér nám. Starfsgreinarnar sem krefjast háskólamenntunar tengdust aftur meira jákvæðum eiginleikum en neikvæðum, fyrir utan viðskiptafræðingana sem tengdust meira neikvæðum eiginleikum. Þá voru hjúkrunarfræðingar með jákvæðustu ímynd allra starfsgreinanna og tengdust einungis jákvæðum eiginleikum.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic community has seen an extensive dialogue for a long time regarding the image of the various industrial trades and the problems they are facing. Such problems are entailed, by en large, in limited attendance of vocational schooling and working in such fields. This issue does not appear to have been researched to any major extent in Iceland; hence the main objective of this research is to examine the image of the various trades in comparison with the image of fields that require university education. Additionally, the goal is to examine whether the image of trade is of such nature as generating a deterring effect on those choosing their future education. Three different trades were selected in respect of the aforementioned objectives: housebuilding, hairdressing and car mechanics, and three fields that require university education: business administration, architecture and nursing. These disciplines were selected as representative and their image was measured. The research focuses both on qualitative and quantitative research methods with two critical groups and with three sets of questionnaires. Additionally, a perceptual map was used for drawing the principal conclusions in a graphic manner.
  The main conclusion was that the industrial trades measured with a more negative image than the fields requiring university education. The industrial trades seemed to differentiate themselves on grounds of “grime” and were mainly linked to the terms “difficulty” and “sloppiness”. The industrial trades proved to be least linked to traits like “intelligence”, “ambition” and “respect”. It is therefore fair to conclude that the image of these trades could have deterring effects upon those selecting their fields of study. Fields requiring university education, however, showed more positive traits than negative, except for business administration which showed more negative traits in the research. Registered nurses proved to have the most positive image compared with the other fields, in fact only illustrated positive traits.

Samþykkt: 
 • 8.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðngreinar og ímynd. Er þörf á ímyndabreytingu iðngreina?.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna