en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23503

Title: 
 • Title is in Icelandic Markaðsbundin líkön fyrir mat á kerfisáhættu. SRISK, AR og þjóðhagsvarúðargreining á Kaupþing banka, Glitni banka og Landsbanka Íslands á árunum 2006 til 2008
 • Marked based models for measuring systemic risk. SRISK, AR and macro-prudential analysis of Kauping banki, Glitnir banki and Landsbanki Íslands from 2006 until 2008
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessa verkefnis er að fjalla um og meta kerfisáhættu af völdum Kaupþings banka, Glitnis banka og Landsbanka Íslands, þriggja stærstu viðskiptabanka á Íslandi, á árunum fyrir bankahrunið 2008. Hlutur aukinnar kerfisáhættu í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar og áhrif þess á fjármálastöðugleika hefur aukið mjög mikið áhuga og mikilvægi þess að rannsaka og greina áhættuna. Áherslur í eftirliti á fjármálamörkuðum hafa þróast mikið á árunum eftir hrun og hefur áherslan á að draga úr uppbyggingu kerfisáhættu á fjármálamörkuðum aukist. Í þessu verkefni verður rannsókn á kerfisáhættu á íslenskum fjármálamarkaði frá janúar 2006 og til loka september 2008.
  Í upphaf verkefnisins er almenn umfjöllun um kerfisáhættu og þróun hennar í fjármálakreppunni. Að henni lokinni eru metin tvö líkön til þess að spá fyrir um kerfisáhættu bankanna þriggja: SRISK líkan Brownlees og Engle og Absorption Ratio líkan Kritzman, Li, Page og Rigobon. SRISK líkanið spáir fyrir um væntan fjármagnsskort fjármálafyrirtækja gefið að stórt hrun hafi orðið á mörkuðum og Absorption Ratio metur tengsl á milli dreifni ávöxtunar fjármálafyrirtækja. Að auki eru greindir þrír þjóðhagsvarúðarmælikvarðar: Útlánavöxtur, stærð bankakerfisins og þróun skuldatryggingarálags bankanna, en markmið mælikvarðana er að gefa vísbendingu um þróun kerfisáhættu innan alls bankakerfisins.
  Útkoman úr SRISK líkaninu er að kerfisáhætta var af völdum starfsemi bankanna þriggja í upphafi árs 2006 og svo næst í lok árs 2007 og óx áhættan hratt þangað til í lok september 2008 þegar Glitnir banki féll. Absorption Ratio líkanið sýnir að kerfisáhætta var að aukast jafnt og þétt frá upphafi árs 2006 til 2008. Einnig er greindur ákveðinn óstöðugleiki vegna starfsemi bankanna út frá þjóðhagsvarúðargreiningu.

Accepted: 
 • Jan 8, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23503


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_Arnar_Harðarson.pdf20.11 MBOpenHeildartextiPDFView/Open