is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23508

Titill: 
  • Einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu: Viðhorf fólks og forðun
  • Titill er á ensku Personalized online advertising: People's attitudes and avoidance
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tækniframþróun og greiður aðgangur fólks að netinu hefur gert fyrirtækjum kleift að miða sérsniðnum auglýsingum að einstaklingum. Þessar einstaklingsmiðuðu auglýsingar byggja á persónuupplýsingum sem fyrirtæki hafa safnað um netnotendur í markaðslegum tilgangi. Upplýsingar eins og fyrri leit á vef, heimsóttar síður og uppgefnar persónuupplýsingar eru nýttar í einstaklingsmiðaðar auglýsingar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að stór hluti fólks vill ekki að um sig sé safnað upplýsingum á netinu og er á móti einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Margir vilja komast hjá því að sjá auglýsingar og beita til þess ýmsum aðferðum eins og notkun á auglýsingavörnum (e. ad blockers) fyrir vafra. Slík þjónusta felur auglýsingar á vef, bæði einstaklingsmiðaðar og ekki.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf fólks til einstaklingsmiðaðra auglýsinga á netinu. Reynt var að bera kennsl á undirliggjandi þætti sem skýra forðun fólks á einstaklingsmiðuðum auglýsingum á netinu. Framkvæmd var megindleg rannsókn með spurningalistakönnun þar sem þátttakendur (N=288) svöruðu spurningalista sem var sendur út í gegnum netið.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fólki finnst óþægilegt að safnað sé um sig upplýsingum á netinu og vill almennt ekki sjá sérsniðnar auglýsingar. Ungt fólk var þó mun jákvæðara fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum en eldra fólk. Í ljós kom að eftir því sem fólk finnur fyrir meiri pirringi í garð einstaklingsmiðaðra auglýsinga og hefur meiri áhyggjur af persónuvernd er það líklegra til þess að forðast einstaklingsmiðaðar auglýsingar. Hins vegar er ólíklegra að fólk forðist einstaklingsmiðaðar auglýsingar eftir því sem skynjun á kostum þeirra er meiri. Einnig kom í ljós að nær helmingur fólks notar auglýsingavarnir þegar það vafrar um á netinu. Þeir sem nota auglýsingavarnir eru líklegri en aðrir að finna fyrir pirringi í garð einstaklingsmiðaðra auglýsinga, sjá síður kost í einstaklingsmiðun og hafa meiri áhyggjur af persónuvernd.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Einarsson.pdf979.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna