is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23513

Titill: 
 • Skipan talsmanns fyrir börn – grundvöllur ákvörðunar og framkvæmd
Útgáfa: 
 • Desember 2015
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur alþjóðasamfélagið í auknum mæli beint sjónum að réttindum barna innan mismunandi tegunda réttarkerfa. Við túlkun alþjóðasamninga, svo sem samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 (SRB), hefur verið lögð vaxandi áhersla á að styrkja stöðu barna og smá saman hefur mótast hugtakið barnvænlegt réttarkerfi um hvern þann dómstól eða stjórnvald sem lagað hefur málsmeðferð sína að högum og þörfum barna. Lykilatriði hér er að tryggja rétt barns til þátttöku í málsmeðferð en þátttaka er jafnframt grundvöllur lýðræðisvitundar og þegnréttinda barns. Í ljósi sérstöðu barnaverndarmála er brýnt að huga að því hvort og með hvaða hætti barn fái nauðsynlega aðstoð við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif á málsmeðferð. Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem gerð var á ákvörðunum um skipan talsmanns hjá nokkrum barnaverndarnefndum. Þessar ákvarðanir byggja á tilteknum ákvæðum barnaverndarlaga sem þykja endurspegla þá þróun sem orðið hefur í túlkun ákvæða SRB. Á hinn bóginn veita niðurstöður rannsóknarinnar sterkar vísbendingar um að framkvæmdin hafi ekki fylgt sömu þróun. Þannig skorti talsvert á formfestu, reglubundið mat, sjónarmið og rökstuðning að baki ákvörðunum barnaverndarnefnda um skipan talsmanns.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years there has been a growing interest in the rights of children in various justice systems. The interpretation of international instruments, such as the United Nations Convention on the Rights of the Child legalized in Iceland as law 19/2013, places a strong emphasis on strengthening the status of the child. The concept of child-friendly justice has emerged reflecting a vision of a justice system that has adapted to the interests and needs of children. A key element is ensuring the right of the child to participate, building on the notion that participation actively promotes their citizenship in a democratic society. The complexity of child protection cases makes it imperative to ensure that children get the assistance they need to communicate and be able to influence procedures. This article discusses the development of provisions in child protection laws on the appointment of spokespersons for children and represents the findings of a study done on such appointments with various child protection committees. The main results of this research indicate that the development of the law has been positive. The enforcement does not however reflect these develpments and there is a lack of formality, assessment and satisfactory argumentation.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 11 (2): bls. 313-332
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
 • http://www.irpa.is
Samþykkt: 
 • 8.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2015.11.2.10.pdf517.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna