is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23520

Titill: 
  • Upplifun starfsmanna á breytingum. Starfið og vinnustaðamenningin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur rannsóknarinnar er að athuga upplifun starfsmanna í breytingum þar sem sameiningar skipulagsheilda eiga sér stað. Í rannsóknum á breytingum hefur komið í ljós að það erfiðasta við breytingar er mannlega hliðin og að fá starfsmenn til að takast á við hið óþekkta sem breytingar fela í sér. Fjallað er um breytingar og hvers vegna sé verið að breyta skipulagsheildum. Mikið hefur verið rætt um vinnustaðamenningu í tengslum við breytingar og er fjallað sérstaklega um hana, þar sem hún er veigamikil þáttur í breytingum á borð við sameiningar. Einnig eru rakin sjónarmið fræðimanna um viðbrögð starfsmanna við breytingar sem og komið inn á fleiri þætti þar, eins og upplýsingar til starfsmanna, þátttöku og samheldni og sálfræðilega samninginn.
    Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem tekin voru viðtöl við átta þátttakendur sem starfa og hafa starfað hjá skipulagsheildum þar sem breytingin fól í sér sameiningu við aðra skipulagsheild. Í viðtölunum var reynt að draga fram upplifun þátttakenda af starfinu og vinnustaðamenningunni í breytingunum. Ályktanir voru svo dregnar af þeirri upplifun þátttakenda sem þeir greindu frá í viðtölunum.
    Helstu niðurstöður voru þær að starfsmenn upplifa tilfinningaviðbrögð vegna breytinganna, t.d. streitu, álag, óvissu og neikvæðni. Upplifanir af upplýsingum um breytingar voru mismunandi. Ýmislegt var gert til að auka samheldni í breytingarferlinu. Áhrif verða á sálfræðilega samninginn sem felast í því að starfshollusta og starfsandi versnar. Fjarvistir og veikindi voru meiri hjá sumum viðmælendanna á meðan breytingarnar stóðu yfir að þeirra sögn. Vinnustaðamenning breytist þar sem þátttakendur upplifa nýja siði, hefðir, venjur og flutning á annan stað. Sumir þurftu að breyta vinnubrögðum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að upplifun þátttakenda af breytingunum sé sambærileg við það sem komið hefur fram í öðrum rannsóknum. Það er því margt sem þarf að hafa í huga við breytingar eins og þær þegar sameiningar skipulagsheilda eiga sér stað.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Friðrik Ingibergsson.pdf786.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna