is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23521

Titill: 
  • Þó vindar blási á móti: Reynsla góðra námsmanna með dyslexíu af skólagöngu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu ungs fólks af skólagöngu, sem náð hefur árangri í háskólanámi þrátt fyrir að vera með dyslexíu. Sjónum var beint að því hvaða umhverfisþáttum og/eða persónulegum eiginleikum þetta unga fólk þakkar velgengni sína í námi. Rannsóknin var eigindleg. Opin viðtöl voru tekin við sjö þátttakendur sem höfðu nýverið lokið eða voru komnir vel á veg með háskólanám. Viðmælendurnir höfðu allir þurft að hafa mikið fyrir námi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Þegar í háskóla var komið höfðu allir viðmælendur tekið meðvitaða ákvörðun um að tileinka sér jákvætt viðhorf til náms. Allir töldu þó stuðning foreldra forsendu fyrir velgengi sinni í námi. Einnig kom fram hjá þeim sem fengu greiningu seint að það hafi valdið þeim erfiðleikum í námi því þeir hefðu ekki fengið nauðsynlegan stuðning frá skólanum. Þeir sem greindir voru snemma og fengu stuðning strax frá upphafi skólagöngu og töldu það mikilvægan þátt í árangri sínum. Þessi hópur þurfti minni stuðning eftir því sem leið á námið en þeir sem fengu greiningu seint og stríddu síður við skerta sjálfsmynd. Þátttakendur töldu flestir að dyslexían hafi að mörgu leiti haft áhrif á það hvaða háskólanám varð fyrir valinu. Þá kom fram að þátttakendum þótti skorta þekkingu á hinum ýmsu einkennum dyslexíunnar meðal kennara, náms- og starfsráðgjafa og foreldra svo sem hvernig hún getur birst á annan hátt en í erfiðleikum með lestur. Einnig þótti þeim skorta fjölbreytt úrræði fyrir nemendur með dyslexíu á öllum stigum náms. Með rannsókninni er vonast til að auka skilning, bæði innan skólasamfélagsins og hjá fjölskyldum á því hvað það er sem fleytir nemendum með dyslexíu áfram í námi.

Samþykkt: 
  • 11.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emilía Björg Kofoed-Hansen.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Emilía.pdf434.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF