is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23523

Titill: 
  • Viðbrögð og endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að upplifa náttúruhamfarir getur haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega líðan þeirra sem fyrir því verða. Afleiðingar náttúruhamfara geta verið gífurlegar og því er mikilvægt að það séu til góðar og skilvirkar áætlanir yfir þau ferli sem eru virkjuð þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Ýmis starfsemi fer af stað í kjölfar samfélagsáfalla og að þeirri starfsemi koma margir sjálfboðaliðar og fagstéttir, þar á meðal félagsráðgjafar. Í ritgerð þessari eru skoðuð þau viðbrögð og þær viðbragðsáætlanir sem eru virkjaðar eru þegar samfélagsáföll eiga sér stað og hver hlutverk félagsráðgjafa eru.
    Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á þann fjölbreytta starfsvettvang sem félagsráðgjafar vinna við og að vekja athygli á málefninu meðal samnemenda og annarra félagsráðgjafa. Náttúruhamfarir verða í brennidepli þar sem þær eru algengasta mynd samfélagsáfalla á Íslandi og í gegnum tíðina höfum við því öðlast mikla reynslu við að takast á við þau. Rannsóknarspurningin sem höfð var til hliðsjónar við vinnslu þessa verkefnis er eftirfarandi: Hver eru viðbrögð við samfélagsáföllum á Íslandi og hvar koma félagsráðgjafar þar að? Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að Íslendingar búa yfir góðum viðbragðsáætlunum við helstu samfélagsáföllum svo sem eldgosum, jarðskjálftum og flugslysum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að endurreisn samfélags og sálrænn stuðningur við þá sem verða fyrir samfélagsáfallinu skipta mjög miklu máli í kjölfar slíkra samfélagsáfalla. Félagsráðgjafar koma víðs vegar að samfélagsáföllum en þar vinna þeir meðal annars samfélagsvinnu. Verkefni þetta nýtist einna helst til þess að sýna fram á mikilvægi starfa félagsráðgjafa þegar samfélagsáföll hafa átt sér stað.

Samþykkt: 
  • 11.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð-pdf.pdf449.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna