is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23526

Titill: 
 • Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á næstu áratugum mun hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu aukast umtalsvert. Aldraðir glíma við mismunandi geðsjúkdóma, þar á meðal þunglyndi og kvíða. Með hlutfallslegri fjölgun aldraðra í þjóðfélaginu mun fjöldi aldraðra einstaklinga sem glíma við þunglyndi og kvíða einnig aukast.
  Markmið þessarar BA ritgerðar er að skoða birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum ásamt því að skoða hvaða áhrif þunglyndi og kvíði hefur á aldraða og hvaða meðferðarúrræði standa þeim til boða.
  Þegar árin færast yfir verða margar breytingar í lífi einstaklinga, en þrátt fyrir þessar stóru breytingar er hvorki þunglyndi né kvíði eðlilegur hluti af því að eldast. Það er samspil andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta sem á hlut í því að aldraðir verða þunglyndir og kvíðnir.
  Niðurstöður benda til að mörg líkamleg einkenni þess að eldast líkjast einkennum þunglyndis og kvíða. Þetta verður til þess að bæði þunglyndi og kvíði er oft misgreint og ómeðhöndlað. Ómeðhöndlað þunglyndi og/eða kvíði skerðir lífsgæði aldraðra og getur haft alvarlegar afleiðingar. Dánarlíkur geta aukist, bæði vegna sjálfsvígshættu og vegna aukinnar hættu á því að líkamlegir sjúkdómar geti versnað.
  Algengustu meðferðir við þunglyndi og kvíða eru samtalsmeðferðir og lyfjameðferðir. Einnig er notast við fræðslu og stuðning fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Raflækningar og innlagnir hafa einnig verið að gefa góðan árangur sem meðferð við þunglyndi.
  Munur getur verið á þunglyndi og kvíða hjá öldruðum og yngri einstaklingum. Sumar afleiðingar og orsakir sjúkdómanna geta verið mismunandi milli aldurshópanna. Einnig eru einkenni þunglyndis og kvíða oftast eins hjá bæði öldruðum og yngri einstaklingum. Við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða eru sömu meðferðarúrræði notuð bæði fyrir aldraða og yngri einstaklinga.
  Aðkoma félagsráðgjafa í málefnum aldraðra er mikilvæg. Þeir veita öldruðum og aðstandendum þeirra meðal annars ráðgjöf og stuðning og aðstoða við að finna hvaða úrræði standa hinum aldraða til boða.

Samþykkt: 
 • 11.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum.pdf911.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna