is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23529

Titill: 
  • Aldraðir og kynlíf. Viðhorf og viðmót gagnvart kynhegðun aldraðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um aldraða og kynlíf, viðmið og væntingar þeirra og annarra til þess. Markmið og tilgangur með þessari ritgerð er að auka skilning fólks á því hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á kynhegðun aldraðra og að mannveran hættir ekki að stunda kynlíf þrátt fyrir að háum aldri sé náð. Undirritaður tók þetta verkefni að sér til þess að varpa ljósi á að allir stunda kynlíf og ekkert bendi til þess að fólk hætti því með hækkandi aldri. Jákvæðari umræðu þarf að skapa hjá almenningi á málefninu, þar sem flestir virðast vera meðvitaðir um að aldraðir stunda kynlíf en líta á það neikvæðum augum. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: Hvaða áhrif hafa viðhorf og viðmót í umhverfinu á kynhegðun aldraðra ?
    Helstu niðurstöður benda til þess að þarfir aldraðra og virkni í kynlífi vari fram á níræðisaldur. Neikvæð viðhorf í garð aldraðra frá almenningi eða heilbrigðisstarfsmönnum geta ógnað kynhegðun þeirra, og á það sérstaklega við um þá sem búa á öldrunarstofnunum.

Samþykkt: 
  • 11.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaritgerð.pdf471.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna