is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23530

Titill: 
  • Dans á rósum? Áhrif vímuefnasýki á parasamband
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvaða áhrif vímuefnasýki hefur á fjölskyldumeðlimi í vímuefnasjúkum fjölskyldum. Sérstök áhersla var lögð á að skoða áhrif vímuefnasýki á maka vímuefnasjúkra og kanna hvort það hefði áhrif andlega, líkamlega og félagslega að vera í sambúð með vímuefnasjúkum maka. Einnig var skoðað hvort um mun væri að ræða hvað varðar upplifanir kynjanna. Fjallað er um kenningar um vímuefnasýki og rannsóknir um áhrif vímuefnasýki á fjölskyldur og parasambönd. Einnig er fjallað um fullorðin börn vímuefnasjúkra og kannað hvernig sú reynsla að koma úr fjölskyldu þar sem vímuefnasýki er til staðar hefur áhrif á þau í parasamböndum sem fullorðnir einstaklingar.
    Niðurstöðurnar eru þær helstar að vímuefnasýki hefur neikvæð áhrif á maka og upplifa þeir andlega, líkamlega og félagslega erfiðleika. Þó fjölmargar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum vímuefnasýki á fjölskyldur og eiginkonur vímuefnasjúkra, hafa áhrif vímuefnasýki maka á karlmenn minna verið rannsökuð og því reyndist erfiðara að segja með fullri vissu að áhrifin milli kynja séu ólík. Vísbendingar eru þó um að kynin vinni á ólíkan hátt úr reynslu sinni, konur sæki sér frekar hjálp en karlar séu ólíklegri til þess.

Samþykkt: 
  • 11.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð - Ólafía Lilja Sævarsdóttir.pdf672.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna