Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23532
Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir tvíþættum vanda barna og ungmenna auk þess að fjalla um þær alvarlegu afleiðingar sem tvíþættur vandi getur haft í för með sér. Einstaklingur sem greindur er með fíknisjúkdóm og geðsjúkdóm á sama tíma er talinn vera með tvíþættan vanda. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða áherslur þurfa að vera í meðferð fyrir börn og ungmenni með tvíþættan vanda og hvaða úrræði eru í boði á Íslandi fyrir þennan hóp. Helstu niðurstöður eru þær að ungmenni sem glíma við slíkan vanda svara meðferð síður auk þess er hærra brottfall úr meðferð hjá þeim hópi en hjá einstaklingum sem glíma við annan vandann. Ástæðan fyrir því er sú að stofnanir sérhæfa sig aðeins í öðrum vandanum og geta þar af leiðandi ekki unnið með bæði fíkniefnavandann og geðræna vandann á sama tíma. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að ungmennin þurfa á samþættri meðferð að halda þar sem unnið er með bæði geðræna-og vímuefnavandann á sama tíma. Í samþættri meðferð er notast við margar aðferðir sem henta hverjum og einum. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða nálgun og samvinnu milli fagaðila sem leiðir til stöðugleika og betri þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að vímuefnaneysla og geðræn einkenni minnka þegar einstaklingur fær samþætta meðferð auk þess að minni þörf er fyrir innlagnir og fjölskylduvirkni eykst. Niðurstöður leiddu hinsvegar í ljós að flest úrræði hér á landi sérhæfa sig einungis í öðrum vandanum eða vara í of stuttan tíma. Auk þess er lítil samvinna á milli fagaðila og stofnanna og því uppplifa foreldrar oft úrræðaleysi og vanmætti.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskjal.pdf | 612.66 kB | Open | Heildartexti | View/Open |