is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23533

Titill: 
  • Réttindi og rödd barna: Með áherslu á börn í fátækt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta markmið þessa verkefnis er að svara því hver réttindi barna sem búa við fátækt eru og hvernig fátækt hefur áhrif á rétt og rödd barna. Eftir efnahagshrunið 2008 jókst fátækt meðal barnafjölskyldna samfara aukinni hagsmunagæslu hvað varðar réttindi barna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur á margan hátt ákvarðað samfélagsleg og lagaleg viðmið um rétt barna. Samt sem áður er fátækt vandamál um allan heim. Börn eru verr sett eftir því sem fátækt verður meiri, hættan á að brotið sé á rétti þeirra eykst samhliða aukinni fátækt auk hættu á félagslegri einangrun. Fátækt er í raun brot á mannréttindum barna. Félagsráðgjafar hafa lengi sinnt mikilvægu hlutverki gagnvart börnum í fátækt og taka virkan þátt í að bæta aðstæður þeirra og virkni í ákvarðanatöku í samvinnu við einstaklingana sjálfa og fjölskyldur þeirra. Að virkja rödd barna og bera virðingu fyrir þeirra réttindum er mikilvægur hlekkur til að vinna gegn fátækt. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á fátækt barna á Íslandi hingað til heldur hafa heildarlífskjör fjölskyldna frekar verið meginefni rannsókna. Því eru til staðar takmörkuð gögn um fátækt barna sérstaklega og þeirra upplifun á henni. Það er niðurstaða höfundar að frekari rannsókna sé þörf á fátækt barna og réttindum þar sem staða barna hefur víðtæk sem og langvarandi áhrif á samfélagið.

Samþykkt: 
  • 11.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 2016. PDF. Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir. Réttindi og rödd barna, með áherslu á börn í fátækt.pdf460.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna