is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23534

Titill: 
  • Börn og unglingar með sjálfskaðandi hegðun: Áhættuþættir og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Megin viðfangsefni hennar er að skoða hvað veldur því að börn og unglingar sýni sjálfskaðandi hegðun og hvaða úrræði eru í boði á Íslandi fyrir einstaklinga með þennan vanda.
    Rannsóknir benda til þess að uppeldi og æska spili veigamikinn þátt sem og erfðaþættir eins og geðrænn vandi þegar kemur að sjálfskaðandi hegðun. Börn sem verða fyrir mótlæti, upplifa slæma æsku og mynda óörugga tengsl við foreldra eiga frekar í hættu á að þróa með sér sjálskaðandi hegðun heldur en önnur börn. Mikilvægt er að börn upplifi öryggi, hlýju og að þörfum þeirra sé mætt til að þroskast og verða að heilsteyptum einstakling sem er í stakk búinn til að takast á við hið daglega líf. En með því að efla vernandi þætti og styrkleika barna er hægt að mynda seiglu sem gerir þeim kleift að sigrast á erfiðleikunum og verða að heilbrigðum einstakling þrátt fyrir erfiða æsku eða áfall.
    Engin úrræði eru í boði á Íslandi sem eru einungis ætluð fyrir börn og unglinga með sjálfskaðandi vanda. Ástæðan fyrir því gæti verið að vandinn er ekki skilgreindur sem sjálfstæður vandi í greiningarkerfum DSM-V og ICD-10 heldur sem greinigarviðmið við jaðarpersónuleika. Þó eru nokkur úrræði í boði sem ungmenni með sjálfskaðandi vanda geta nýtt sér eins og hugræn atferlismeðferð, díalektísk atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð og fleira.
    Þegar að kemur að forvarnarstarfi gegn sjálfskaðandi hegðun er lítið í boði. Þetta er vandi sem er falinn í samfélaginu og fyrir honum ríkja oft miklir fordómar. Út frá niðurstöðum ritgerðarinnar er mikilvægt að þróa markvissa meðferð við vandanum, efla forvarnarstarf tengt sjálfsskaða og vekja upp umræðu í samfélaginu. Þetta er alvarlegur vandi sem þarf að bregðast við.

Samþykkt: 
  • 11.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn og unglingar með sjálfskaðandi hegðun - Áhættuþættir og úrræði -BA ritgerð í félagsráðgjöf.pdf781,74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna