is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23535

Titill: 
 • Barnahjónabönd: Orsakir, afleiðingar og uppræting
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hin ýmsu hjálparsamtök hafa verið ötul í baráttunni gegn barnahjónaböndum síðustu ár enda geta þau haft skaðleg áhrif, sérstaklega á stúlkubörn. Áhrifin eru bæði af félagslegum, andlegum, efnahagslegum og heilsufarslegum toga. Hvernig stendur á því að það sé enn við lýði víðsvegar um heiminn að börn séu gift löngu áður en þau eru andlega og líkamlega tilbúin til þess? Hvaða afleiðingar hefur þessi hefð og hvað er hægt að gera? Þetta eru spurningar sem leitast er við að svara í ritgerðinni.
  Mikilvægt er að skilja þær margþættu ástæður sem liggja að baki barnahjónaböndum sem geta verið pólitískar, menningarlegar og efnahagslegar. Etnógrafískar rannsóknaraðferðir mannfræðinnar geta komið að góðu gagni við það. Hjálparsamtök hafa hinsvegar fengið gagnrýni á sig fyrir að einfalda vandamálið sem og að horfa á barnahjónabönd út frá vestrænu sjónarhorni. Mikilvægt er að átta sig á því hversu ólíkar hjúskaparhefðir eru í mismunandi samfélögum og á ólíkum tímabilum og að hugmyndir um barnæskuna geti sömuleiðis verið fjölbreyttar.
  Fyrsta skrefið til þess að uppræta barnahjónabönd er að setja reglugerðir gegn þeim en einnig skiptir máli að efla fræðslu almennings sem og leiðtoga samfélaga og löggæsluaðila. Eins er mikilvægt að bæta skráningu fæðinga og giftinga í þróunarlöndum þar sem barnahjónabönd eru algengust. Barnahjónabönd verða þó líklegast aldrei upprætt að fullnustu fyrr en ráðist hefur verið á rót vandans sem er fátækt og misrétti.

 • Útdráttur er á ensku

  Fighting against child marriage has been on the forefront of many civil society organisations for the past years since the tradition can have serious effects, especially on young girls. The effects can be social, economic, emotional and physical. Why is it that children are being married off before they are mentally and physically ready? What are the consequences and what can be done to eradicate the problem? These are questions that this dissertation aims to address.
  It is important to understand the multiple factors that can lie behind child marriage but they can be of a political, cultural and economic nature. Ethnographic research methods can be effective in shedding lights to those factors. Human rights and development organisations have however been criticized for simplifying the problem and for seeing child marriage from a western perspective. It is important to acknowledge that different societies have various marriage traditions, as well as different ideas about childhood.
  To be able to eradicate child marriage, crafting laws against them is an important first step. Raising awareness among the public as well as community leaders and law enforcement officials is important as well as improving birth and marriage registrations in developing countries where child marriage is most prevalent. Child marriage can never be fully eradicated until the roots of the problem, inequality and poverty, have been attacked.

Samþykkt: 
 • 12.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir.pdf572.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Kristrún.pdf405.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF