is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23537

Titill: 
  • Feit? Hugmyndir um holdafar kvenna í vestrænum samfélögum í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndir um holdafar hafa gríðarleg áhrif á sjálfsmynd margra, sérstaklega kvenna, og skilning einstaklinga á eigin líkama. Hugmyndirnar geta virðst óumdeilanlegar þar sem fita er merkt sem hættuleg og spillandi fyrir heilsu, eða hreinleika, líkamans. Í dag eru ótrúlega margir sem byggja sitt lifibrauð á þessum hugmyndum og hjálpa til við að viðhalda þeim. Þau búa þannig til ákveðið yfirráð þar sem einstaklingar telja þessar hugmyndir vera sjálfgefnar og þar með, aftur, óumdeilanlegar. Sjónvarpsefni og bíómyndir hjálpa til við að viðhalda þessum ímyndum, ásamt öðrum miðlum, og dreifa þeim víða. Með þessari sjónrænu menningu geta einstaklingar lært hvað er ásættanlegt útlit og hegðun frá fyrstu hendi. Í þessu efni má sjá mjög greinileg gildi tengd útliti einstaklinga sem hjálpar enn frekar við að viðhalda þessum hugmyndum. Í þessari ritgerð verða skoðaðar mismunandi hugmyndir um holdafar, hvaðan þær koma, hvernig þær dreifast og hvernig þeim er viðhaldið.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Urður-pdf.pdf772.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_UrðurÝrr.pdf383.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF